Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 50
44
Alt í lagi.
IÐUNN
— Það er ekki neitt, þacS hefir ekkert að segja, sagði
Skúli. Hún sagðist ekki hafa munað eftir öðru síma-
númeri.^
— A hvaSa spítala sögðuð þér, að þetta væri? spurði
konan þá.
Skúli nefndi nafnið á spítalanum.
— Því ætli að hún hafi farið þangað. Eg hefi heyrt,
að þar væri svo óguðlega dýrt að vera. Ja, guð hjálpi
mér, að þetta skyldi nú þurfa að koma ofan á alt ann-
að, hélt konan áfram.
— Þið skuluð ekki hafa neinar áhyggjur af því,
sagði Skúli. Eg sé um það, úr því að það vildi svona til,
að eg fékk að vita af þessu. Og svo, hvað eg vildi sagt
hafa, með vinnuna aftur. Þá hefi eg hugsað mér að sjá
um, að Helga fái góða atvinnu við búðarstörf frá næstu
mánaðamótum.
— Þér ættuð þá að geta hætt við gólfþvottana líka.
Það hlýtur að vera alt of þreytandi vinna fyrir yður.
Þetta var meira en konan þoldi. Hún náði í vasaklút,
þurkaði sér um augun og sagði um leið:
— Já, það er eins og eg hefi alt af sagt. Blessaður
himnafaðirinn gleymir ekki sínum, og hann Ijær alt af
Iíkn með þraut.
— Það má nú segja, sagði maðurinn, og var þó eins
og einhver tómleiki í rómnum.
Skúli stóð nú á fætur og sagði um leið: — Blessuð
verið þið ekki með neitt veður út af þessu. Helga er
efnileg stúlka, sem gaman er að gera eitthvað fyrir. En
eg ætla að biðja ykkur að minnast ekki á þetta við
nokkurn mann, alls ekki.
— Eg skil það, sagði konan. Þér eruð auðvitað einn
af þeim, sem gera góðverkin í kyrþey, blessaður mað-
urinn.