Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 51
IÐUNN
Alt í lagi.
45
— Þetta er ekki til þess a<5 minnast á, sagði Skúli.
En meðal annara orða. Þið notið auðvitað kosninga-
réttinn á sunnudaginn?
— Eg býst nú við að verða í bælinu, sagði maður-
inn fálega.
— Nei, nei, sagði Skúli. Nú fer yður að batna. Hérna
er ofurlítið fyrir eitthvað styrkjandi, og hann tók upp
fimtíu krónur og Iagði á borðið. Þetta eru erfiðir tímar,
og það veitir ekki af að allir hugsandi menn standi sam-
an á móti hinum eyðandi öflum í þjóðfélaginu.
— Nú á eg engin orð til í eigu minni, sagði konan.
Og eruð þér líka að gefa okkur peninga ofan á alt
annað!
— Það er ekkert. Minnist ekki á það, sagði Skúli.
En eg sendi bílinn minn eftir ykkur á sunnudaginn, al-
Veg „prívat“. Þið gerið mér þá ánægju að hreyfa ykk-
or ekki fyr en hann kemur.
— Það er nú ekki gaman að átta sig á þessari póli-
tík, sagði maðurinn og hóstaði um leið. Þeim ber ekki
saman um neitt, sem þeir segja.
— Það er að minsta kosti ekki vandi fyrir ykkur í
þetta sinn, sagði Skúli brosandi.
— Og annars finst mér nú, svona persónulega, sjálf-
sagt að fara eftir því, hverjir skaffa atvinnuna og hjálpa,
begar í nauðirnar rekur.
■— Skyldi það vera! sagði konan, klökk í máli.
Skúli rétti svo manninum höndina og kvaddi hann,
mjög alúðlega, og óskaði honum góðs bata.
Maðurinn tók því fremur fálega, en þakkaði þó fyrir.
Konan leit til hans og ætlaðist auðsjáanlega til þess, að
hann segði eitthvað meira. En hann sneri sér til veggj-
ar og sagði ekki neitt.
Þá fylgdi konan Skúla til dyranna og bað honum guðs