Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 55
IÐUNN
ísland frá erlendu sjónarmiði.
49
ir muni jaínvel ekki skilja mál mitt og líta á þa<5 sem
fjarstæður eða vitleysur. A aðra kann frásögn mín að
koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eg verð því að
fullvissa menn um það, að eg fer ekki kæruleysislega
með mál þetta, og að eg hefi ekki fyr en nú, eftir tutt-
ugu ára dvöl erlendis, talið mér fært að ræða um það
opinberlega. Eg verð að reyna að drepa örlítið og í
íullri einlægni og hreinskilni á þessa tuttugu ára sögu,
þó að sú frásögn verði alveg persónuleg játning frá
Jninni hálfu, en þið munið þá máske skilja betur en
ella, að sú gagnrýni á íslandi, sem hlýtur að koma fram
í grein minni, er runnin af sömu rót og ættjarðarást ykk-
-ar allra. Eg ólst upp á tíma hörðustu baráttunnar um
sjálfstæði íslands og teygaði í mig ættjarðarástina •— ef
svo má að orði komast — og ættjarðarstefnuna, svo að
hún var, frá því eg fyrst man eftir mér, mín sterkasta
tilíinning — eins og nokkurs konar frumstætt náttúru-
■afl, sem óx við áhrif umhverfisins. Minnisstætt er mér
enn, hve snortinn eg varð, er eg sá kenslukonuna tár-
ast, um leið og hún sagði okkur skólabörnunum frá bar-
áttu Eggerts Ólafssonar, frá Kópavogsfundinum og allri
viðleitni Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar. Þegar eg
svo fór til útlanda, seytján ára gamall, þá var ísland í
naínum augum hið æðsta í allri tilverunni.
Þegar til útlanda kom, varð eg þess fljótt var, að út-
lendingarnir voru ekki á sama máli — já, sumir þeirra
þektu ekki ísland einu sinni að nafninu til, héldu jafn-
vel að eg væri frá Estlandi eða írlandi eða máske ein-
hverri eyju í Eystrasaltinu. Sumir höfðu heyrt nefnda
íslenzka síld, sem væri betri en önnur síld. Aðrir, sem
mentaðri voru, höfðu heyrt nafnið Geysir og máske
Hekla, en þeir spurðu undrandi: „ísland! — er það
mögulegt ? Lifa þar yfir höfuð menskir menn ? •— En þér
IÐUNN XX 4