Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 56
50
ísland frá erlendu sjónarmiði.
IÐUNN
eruð þó ekki íslendingur?“ — Jú, eg kvacS svo vera.
„En foreldrar yðar eru þá Danir eða Evrópumenn?“
var eg spurður. Þegar eg neitaði því, leit spyrjandinn.
stundum einkennilega á mig og sagði: „Nú, en þér eruð
þó að minsta kosti blendingur af — íslendingi og Evrópu-
manni?“ Þegar eg neitaði því líka, þá kom, með vand-
ræðasvip, næsta spurningin: „En hvar á íslandi búa þá
Eskimóarnir?“ Þegar eg upplýsti, að Eskimóar bygðu
ekki ísland, þá var eg spurður, hvort við íslendingar
klæddumst þá ekki loðskinnum alt árið um kring. Oft
varð eg þess var, að svör mín mættu tortrygni, eins og
eg væri að gera gys að þeim, sem spurði, eða að ljúga
einhverju upp. Það er ekki mjög langt síðan, að þýzkur
prófessor og heimspekingur spurði mig í samkvæmi,
hvaða mál væri talað á íslandi. Þegar eg fór að segja
honum frá tungu vorri og bókmentum, þá svaraði hann:
„Nú já, nýjasta kenningin er, að þetta hafi komið frá
Kákasus“. Svo fór hann að tala um eitthvað annað. —
Aðrir, sem þykjast vel að sér, segja, að ísland sé danskt
og líta á mig sem Dana. Þegar eg segi þeim frá því, að
ísland sé að eins í konungssambandi við Danmörku,
svara þeir: „Það er nú sama; ísland er þá undir vernd
Danmerkur”. Verst eiga þeir með að skilja, að ísland
sé konungsríki. Ef þeir sansast á, að frásögn mfn muni
vera rétt, þá er eg spurður, hvað ísland muni gera 1943
— sameinast Englandi eða Noregi. Þegar eg svara því
neitandi, þá setur spyrjendurna hljóða eða þeir segja
að eins: „Hm —“ Þetta er nú sú reynsla, sem eg safn-
aði þar, sem talið er, að menn viti meira um ísland en
í öðrum löndum. í þýzkum kenslubókum, sem þann dag
í dag eru notaðar í þýzkum skólum, er ísland talið til
Danmerkur, og þar eru prentaðir upp kaflar úr þeirri
illræmdu bók, sem heitir „Was ich in Island sah“ og er