Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 57
IÐUNN
ísland frá erlendu sjónarmiði.
51
eftir doktor Adrian nokkurn Mohr (sem dvaldi einn
vetur á íslandi). — Þegar sunnar dregur í álfuna, er
vanþekkingin náttúrlega enn meiri.
Afstaða vor íslendinga til þessara mála hefir til
skamms tíma verið svo barnaleg, sem frekast er hugsan-
legt. Sumir Iandar virðast láta sig dreyma um, að ísland
sé eitthvert stórveldi í augum heimsins, og að erlendis
séu menn alls staðar boðnir og búnir að greiða götu
íslands, ef íslendingar nenni að eins að rétta fram hönd-
ina (sem þeir þó ekki gera). Það eru ekki nema örfá ár
síðan, að íslenzkur forsætisráðherra sagði við flokks-
mann sinn og blaðamann, sem vildi fá meðmælabréf til
þess að vera við fundi Þjóðabandalagsins í Genf, að það
væri algerlega óviðeigandi og þýðingarlaust, að ísland
Væri nokkuð að skifta sér af kynningu í öðrum löndum
en Norðurlöndum, því að utan þeirra væri litið á Norður-
lönd sem eina heild, og ísland væri talið til þeirra og
hins norræna menningarhrings. Blaðamaðurinn svaraði
því, sem er alveg rétt, að ísland væri í augum veraldar-
innar ekki talið til Norðurlanda, heldur til ómentaðra
skrælingjalanda, og að það væri þrenningin: Grænland,
ísland, Spitzbergen, er sæti föst í hugum manna úti um
heim. Síðan þetta samtal fór fram, hefir neyð krepp-
unnar kent okkur nauðsynina á að leita sambands við
önnur Iönd á skipulagsbundinn hátt, þó að enn sé þar
skamt komið. Annars minnir þetta samtal ráðherrans
og blaðamannsins á það, þegar stofna átti fyrsta banka
á íslandi og þingmenn sögðu, að það væri ekki til neins,
það væri að eins til þess að ráða bankamenn, sem svo
ekkert hefðu að gera annað en lesa skáldsögur! — Við
íslendingar höfum verið lengi að átta okkur á rekstri
ulþjóðaviðskifta og eigum enn margt eftir. Það, sem
eftir er enn, má ekki teljast hégómamál, því að á því