Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 58
62
ísland frá erlendu sjónarmiði.
IÐUNN
veltur hvorki meira né minna en öll okkar tilvera, a'Ö
okkur takist fljótt og vel að læra gang alþjóðlegra við-
skifta og á öllum sviöum, svo að við getum staðið þar
jafnfætis öðrum menningarþjóðum. Fæstir gera sér grein
fyrir, hve erfitt þetta er fyrir okkur og hve mikið við
eigum ólært. Aðan mintist eg á það, hvernig eg sem
seytján ára unglingur kom í fyrsta sinn til útlanda —
„eins og innan úr belju“, sagði einn landi okkar um
okkur alla, sem samferða urðum. Fyrst draga þar að sér
alla athygli og aðdáun hlutir, sem öllum útlendingum
eru sjálfsagðastir: járnbrautir, sporvagnar, umferð og
umferðartæki, hús og önnur mannvirki. Það tekur langan
tíma að kynnast hinu innra lífi erlendis, því að margt
glepur heimalningnum sýn. Næst eru það hinir ytri siðir,
sem verða þröskuldur á vegi manns. Það tók mig t. d.
tvö—þrjú ár að læra að nota þau ávörp í viðtölum, sem
fólk í Mið-Evrópu heimtar af hverjum siðuðum manni,
og það leið enn lengri tími, áður en eg hætti að þjást
af því, hve afkáralegir mér þóttu þessir siðir og ógeð-
feldir, svo að eg gat ekki varist kinnroða, þegar eg
þurfti að ávarpa mann með orðunum: Herra prófessor!
eða einhverjum enn æðri titli. Hve óviðfeldið hlýtur
þetta þá að verða íslendingum, sem komnir eru af ungl-
ingsaldrinum og eiga þeim mun erfiðara með að móta
venjur sínar og dagfar.
Það, sem við íslendingar erlendis getum ekki komist
hjá að læra næst, er stéttaskiftingin í svo að segja öll-
um Evrópuríkjum og flestum mentalöndum annars stað-
ar, máske að undanteknu Rússlandi og nokkrum öðrum
löndum. Jafnvel þar, sem stéttaskiftingin er tiltölulega
lítil, hefir stéttaskifting annara landa markað spor sín.
Þar, sem stéttaskiftingin er mest, eru margar stéttir, og
að eins efri stéttirnar bera uppi menninguna; undir-