Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 59
IÐUNN ísland frá erlendu sjónarmiði. 53
stéttirnar, oftast mikill meirihluti þjóðanna, tekur alls
ekki þátt í menningunni. Kjallaravörðurinn í stóru húsi
með leiguíbúðum hefir t. d. aldrei faricS í leikhúsiS í
borginni, þar sem hann býr. Aftur á móti erum við ís-
lendingar enn þá nærri allir ein stétt, ekki lægsta stétt-
in á erlendan mælikvarða, heldur hér um bil það, sem
menn mundu kalla Iægri miðstétt, bændur, sjómenn,
smá-iðnrekendur, smá-verzlunarmenn, lægri embættis-
rnenn. Að vísu hefir á síðustu áratugum orðið breyting
á efnahag manna hér á landi, og eins konar stéttaskift-
ing þannig myndast, en það er ekki nema aS eignum til.
Að menningu og háttum erum við íslendingar enn svo
að segja ein stétt. Útlendingar mæla okkar menning-
arstig eftir þessu. Þess vegna dást þeir að alþýðumentun
okkar, sem á erlendan mælikvarða er mikil, af því að
hér er ekki um annað en alþýðumentun að ræða. Ot-
lendingar dást að því, ef þeir sjá fullan bókaskáp á
bóndabæ íslenzkum, ekki af því að þeir telji bókaskáp-
inn í sjálfu sér svo mikinn menningarvott, heldur af því
að fátækur maður á skápinn. Margir svonefndir erlendir
íslandsvinir virðast klappa íslendingum eins og hundum,
með eins konar fyrirlitningar-meðaumkun og af þeim
mnri hroka, sem auðkennir suma erlenda menn, sem
koma til íslands, þykjast vera af yfirstétt og miklast af,
þó ekki sé nema af því að vera háskólagengnir, því að
yfirstéttirnar skapa erlendis markið, sem allir keppa að
'— í siðum, menningu og öllum viðskiftareglum. Við ís-
lendingar ættum að frábiðja okkur slíkar gælur erlendra
íslandsvina, er svo reynast áhrifalaus smámenni í sín-
Um eigin löndum — menn, sem reyna að taka svo fá-
gaetan hlut sem ísland traustataki, til þess að geta gert
S1g merkilega af einhverju, hér og í heimalandi sínu. —
Stéttaskiftingin er langtum meiri erlendis en á íslandi,