Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 60
54
ísland frá erlendu sjónarmiði.
IÐUNN
og það má segja, aS í flestum löndum sé mikill hluti
fólksins, jafnvel meirihlutinn, hreinn og beinn skríll,
stundum af lökustu tegund. Við íslendingar megum varast
það, að gera slíkan skríl að okkar fyriimynd, en það er
hann, sem mótar erlent götulíf, sem við kynnumst venju-
lega fyrst og bezt, allir íslendingar, sem til annara landa
koma. Æðri stéttirnar Ioka sig frá undirstéttunum, mis-
munandi mikið, eftir því um hvaða land er að ræða.
Samkvæmisfólkið svonefnda, það, sem Englendingar
kalla „society", er erlendis sá flokkur manna, sem ræð-
ur, og gildir einu af hvaða stjórnmálaflokki það fólk
er. Einnig jafnaðarmenn, sem komast til valda, semja
sig að siðum samkvæmislífsins; jafnvel Sovétstjórnin
notar orður, býður til miðdegisverðar með níu réttum
og lætur leika „Guð blessi konunginn“, þegar sendiherra
Bretakonungs kemur í heimsókn. Svona fastar eru þess-
ar venjur, sem líka eru mótaðar af hinni hagnýtu mann-
legu sálarfræði (ef svo má að orði komast). Til stéttar
eða flokks samkvæmisins teljast konungar og aðrir þjóð-
höfðingjar, aðalsmenn, sendiherrar og ráðherrar, án
nokkurs tillits til stjórnmálaskoðana, æðstu embættis-
menn, einkum herforingjar, stóreignámenn, áhrifamiklir
stjórnmálamenn af öllum flokkum, svo og vísindamenn
og viðurkendir listamenn úr hvaða stétt sem er, og er
þeim einum ef til vill fyrirgefið, ef þeir semja sig ekki
algerlega að háttum samkvæmislífsins um framkomu. —
Sumt af þessu samkvæmisfólki lendir að vísu út í losta-
líf og úrkynjun, og líða þá ættir þess oft undir lok. En
margt, og jafnvel flest, verður að temja sér strangan
aga og hafa til að bera mikla festu í skapgerð, vald á
sjálfum sér og öðrum, þrautþjálfaða menningu — ekki
eingöngu skólamentun, sem er að eins sjálfsögð undir-
staða. Sumar aðalsættir eru aldar upp við æðstu menn-