Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 61
IÐUNN
ísland frá erlendu sjónarmiði.
55
ingu og listþjálfun gegnum margar kynsló'ðir, og verða
menn þar að læra að hafa meira vald yfir líkama sín-
um og anda en nokkur maður í annari stétt. Þessir
menn líta svo á, að menningin, sem þeir halda uppi,
réttlæti auðæfi þeirra, en þó geta þeir náttúrlega haft
allar mögulegar skoðanir, verið meira að segja jafn-
aðarmenn og sameignarmenn fyrir því, og alið með sér
trúna á, að allar stéttir geti með tíð og tíma Iært hið
sama. Því að listir og menning er í rauninni langtum
frekar smekk- og skilningsatriði en fjárhagsatriði.
Ef við eigum að gera okkur glögga grein fyrir áliti
útlendinga á okkur, þá verðum við að skilja, að viðhorf
þeirra gagnvart okkur skapast fyrst og fremst af þeirra
eigin stéttaskiftingu. Að vísu eru skorður stéttaskifting-
arinnar á lýðfrelsistímum vorra daga ekki eins fastar og
áður, en þó er Iangt frá, að um nokkra umhverfingu
sé að ræða eða geti verið að ræða 1 náinni framtíð. •—
Eg drap á það áðan, hve erfitt mér veittist og hve lang-
an tíma það tók mig (20 ár erlendis) að læra að skilja
viðhorf útlendinga gagnvart íslandi og íslendingum, svo
að nú fyrst treysti eg mér til að ræða um það opinber-
lega. Útlendingarnir þekkja ekki hörmungasögu íslend-
inga um sex aldir. Þeir líta á alt með sínum augum og
frá sjónarmiði þroskaðrar Evrópumenningar, sem nær
að eins til æðri stéttanna. Eg mintist á það í upphafi
þessa máls, hve takmörkuð þekking útlendinga, jafnvel
þeirra mentuðustu, á íslandi væri. Á þessu er nú að
verða nokkur breyting, þó hægt fari, því að nokkur
þúsund blaðagreina, nokkur hundruð bóka um ísland,
útvarp héðan til útlanda við og við, frægð íslenzkra
bókmenta og lista erlendis — alt þetta nær skamt með
miljónaþjóðunum og tekur mjög langan tíma til út-
breiðslu og áhrifa. Þó er mér óhætt að segja, að eg