Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 62
56
ísland frá erlendu sjónarmiði.
IÐUNN
hefi orðið var nokkurrar breytingar á þeim tuttugu ár-
um, sem eg hefi dvalið erlendis. Og eg hefi orðið þess
var nú á seinustu árum, að íslandi er veitt greinileg og
skipulagsbundin eftirtekt á æðri stöðum með stórveldun-
um og að margir áhrifamenn og frægir menn hafa komið
til íslands, án þess að íslendingar vissu um. Eg hefi átt
tal við slíka menn og orðið hissa á fréttunum, sem þcir
gátu sagt mér frá íslandi.
Eg mun nú reyna að skýra frá viðhorfi útlendinga
gagnvart íslandi og áliti þeirra á landi og þjóð, bæði al-
ment og í einstökum atriðum. í frásögn minni mun eg
drepa á daglega lífið, atvinnulíf, menningu, Iistir og
stjórnmál. Eg ætla að byrja með sögu, sem sýnir hve
mikið hagsmunamál það er okkur íslendingum að kunna
ganginn í alþjóðaviðskiftum, en í þeim efnum er bréfa-
stíll og rétt framkoma í viðræðum stundum það atriðið,
sem hagsmunirnir velta á. Eg var staddur langt suður í
Mið-Evrópu og átti tal við verksmiðjueiganda einn, sem
sagði mér, að nýlega hefðu komið til sín tveir íslenzkir
verzlunarmenn í fylgd með tveim dönskum umboðs-
sölum. Danirnir hefðu heimtað 10% af öllum viðskift-
um íslendinga við verksmiðjuna — og fengið þessi um-
boðslaun greidd! Verksmiðjueigandinn gat ekki skilið,
hvers vegna íslendingarnir hefðu ekki ferðast einir og
sjálfir fengið þenna 10% afslátt. Seinna komst eg að
raun um, að þetta hefðu verið frændur mínir af Norð-
urlandi. Sennilega hafa þeir ekki kunnað annað en
dönsku og ekki treyst sér til viðtals um innkaupin. —
Á leiðinni til íslands þykir mentuðum útlendingum margt
athugavert í framkomu íslendinga, sem þeir eru sam-
skipa. Virðist þeim ýmislegt í fari íslendinga bera vitni
um, að ekki sé um siðmentaða Evrópuþjóð að ræða.
Sumir gera greinarmun á ytri menningu — civilisation -—