Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 63
IÐUNN
ísland frá erlendu sjónarmiði.
57
og innri menningu — kultur — og viðurkenna, að ís-
lendingar hafi mikið af hinni innri menningu. Aðrir gera
ekki þenna greinarmun. Minnisstætt er mér, hve útlend-
ingur einn varð agndofa, þegar hann sá íslenzkan far-
þega á fyrsta farrými vera að bora í eyrun á sér með
tappatogara. Svipuð áhrif hafa ræskingar íslendinga á
útlendinginn, eða þá það, að þeir leyfa sér að hreinsa
neglur sínar í viðurvist annara, sömuleiðis það, að sötra
og smjatta undir máltíð, fleygja sér á sófa í viðurvist
gesta eða ókunnugra, eða koma í heimsókn reykjandi.
Auðvitað er þetta alt ekki að eins hégómi eða forms-
atriði, heldur smekkatriði. Það skemmir t. d. bragðið
af fiski og kartöflum, ef þessar fæðutegundir eru skorn-
ar með eggjárni, sem smitar efnum frá sér. Það er því
augljóst smekkatriði, að bannað er í siðuðu samkvæmi
að skera fisk og kartöflur með hníf. — Utlendingurinn
sPyr, hvort ekki séu kendir hér Evrópu-siðir í skólum.
Og þegar til íslands er komið, verður hann (eg á við
hinn mentaða útlending, aðrir ferðast tiltölulega lítið)
var við enn meira siðleysi en nokkurn tíma á leiðinni
til landsins. Hann tekur eftir því og segir, að jafnvel
hátt settir embættismenn sumir hegði sér eins og menn
af Iægstu stétt erlendis, að menn verði á íslandi t. d.
svo ölvaðir í samkvæmum, að slíkir drykkjumenn þættu
óhæfir í samkvæmum siðmentaðra manna í öðrum lönd-
um og myndu alls ekki eiga aðgang að samkvæmislífi
efri stéttanna þar. Útlendingurinn telur sig verða þess
Varan, að ábyrgðarleysi og kæruleysi manna hér, jafn-
Vel í þeim efnum, er mestu varða, sé, eins og hann kemst
að orði, „alveg takmarkalaust“, og algert skipulagsleysi
sé á öllu daglegu lífi, þannig, að meginið af tíma manna
°g kröftum fari forgörðum. Hann trúir því varla, þegar
hann fréttir það, að jafnvel ríkisstjórnin hafi ekki hrað-