Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 64
'58
ísland frá erlendu sjónanniði.
IÐUNN
riturum á a‘ð skipa til rösklegrar afgreiðslu mála. Hann
trúir því ekki, að ráðherrarnir svari hér sjálfir í síma
•og að ekki sé hnitmiðaður viðtalstími hvers manns við
þá um öll mál, er áður séu vandlega undirbúin til sem
skjótastrar afgreiðslu. Utlendingurinn er hissa á mörgu.
Hann segir, að sumar stúlkurnar á götum Reykjavíkur
snyrti sig eins og skækjur í stórborgum og undrast, að
þær eru það ekki, þegar á reynir. Hann fær það ósjálf-
rátt á tilfinninguna, að hér geti hann leyft sér alt og
freistast máske til að samlifa sig þessum glundroða um
stundarsakir, sér til gamans, eins og menn samlifa sig
lífi villimanna. Hann segir, að sóðaskapur sé hér mik-
ill, að menn kunni hér ekki að bursta skó, elda mat eða
taka til; hann segir frá því t. d. (og á eg þar við til-
felli, sem mér var sagt frá fyrir ekki löngu), að á hótel-
inu, þar sem hann býr, sé næturgagnið og náttskápurinn
svo illa hreinsað, að hann verði að vera síreykjandi,
þegar hann sé inni, til þess að geta þolað ólyktina.
Hann segir, að maturinn í Reykjavík sé slæm eftirherma
af dönskum matartilbúningi, sem ekki teljist nein fyrir-
mynd á alþjóðavísu. Sama segir hann um ýmsa siði, er
muni hingað komnir frá Danmörku, en þar séu ekki
neinir fyrirmyndar mannasiðir, enda Danir bændaþjóð
með óþroskaða samkvæmismenningu.
Eg bið ykkur nú að misskilja mig ekki, góðir lesend-
ur. Eg segi að eins frá því, sem eg hefi heyrt. Eg veit,
að aðfinslurnar eru ekki réttmætar í öllum tilfellum, en
útlendingurinn dæmir máske alt út frá því einstaka til-
felli, sem að honum snýr. Utlendingarnir kvarta t. d.
undan því, hve rúmin hér eru slæm, of stutt, hörð og
hnyklótt og of heit. Þeim finst, að karlmenn gangi hér
illa til fara, stundum í fötum, er illa séu hirt, en ætluð
eru stórborgum eða jafnvel til samkvæma þar síðari