Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 65
IÐUNN
ísland frá erlendu sjónarmiði.
59
Wuta dags. Þeim finst t. d. hlægilegt aS sjá menn á
-»]aket“, en með gula skó; e‘ða þá í ljósum fötum og
lakkskóm í rigningu og for. Svo mætti lengi telja. —
Ekki sýnist útlendingnum, að íslendingar líti hraustlega
út. Erlendur læknir sagði mér, að barnamyndir þær, er
hann hafði séð í sýningarglugga hjá ljósmyndara í
Reykjavík, hafi borið vitni um, að öll — eða því sem
uæst — væru þau meira og minna skaðskemd að vexti
vegna rangrar fæðu. — Mjög finna útlendingar til þess,
^ð ekki eru til gangvegir eða slóðir til skemtigöngu við
Reykjavík.
Sumir útlendingar dást að íslenzku landslagi. Aðrir
segja, að þeim finnist þeir vera komnir til tunglsins.
Þetta eru stundum úrkynjaðir stórborgarbúar, sem hafa
tnist alt samband við náttúruna og geta að eins Iifað í
borgum. Þeim finst sumum það vera til of mikils mælst,
að þeir láti hlunkast með sig í bílum á slæmum íslenzk-
um vegum, yfir grjót og urðir, eins og þeir taka til
orða. Til eru útlendingar, sem koma til íslands ár eftir
ár í atvinnu- eða viðskiftaerindum, en láta þó ekki þar
uppi sitt sanna álit á ástandinu. Mér hefir þó tekist
að komast að raun um álit ýmsra þeirra um þessi efni.
t*eir segja blátt áfram, sumir hverir, að íslendingar séu
latir og kunni ekki að vinna, nema þá í skorpum, skipu-
lagslaust og án allrar stundvísi. Þeir undrast yfir því,
að hér kunna fáir að skrifa bréf eða halda uppi bréfa-
'viðskiftum, eins og tíðkast erlendis, í stað þess að af-
greiða málin á seinustu stundu með dýrum símskeytum,
eins og íslendingar geri. Ef þessum útlendingum er sagt,
■að bændur og sjómenn vinni rnikið á íslandi, þá svara
þeir, að bændur erlendis vinni enn þá meira, fari að
sumarlagi á fætur klukkan fjögur að morgni og ekki í
fúmið fyr en undir miðnætti. Útlendingar undrast að