Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 66
60
ísland frá erlendu sjónarmiði.
IÐUNN
vísu, að við skulum geta haldið uppi vegakerfi í svo
strjálbýlu landi, en þeir líta ekki á ísland sem fátækt
Iand; þvert á móti. Þeir telja ísland jafnvel land hinna
takmarkalausu möguleika, svipað og Ameríku. Þeim
blöskrar að sjá óræktuð víðáttumikil, frjósöm og slétt
landflæmin og segja, að þetta ættu að vera akrar; jarð-
vegurinn sé „vellandi í fitu“, eins og þeir orða það, og
mikill munur sé á því og sums staðar erlendis, þar sem
ömurlegar og fitulausar sandauðnir verði að taka til
ræktunar. Þeir sjá kornræktartilraunirnar og eru hissa
á, að við skulum enn flytja inn hinar grófari kornteg-
undir, og þeim þykir ótrúlegt, að hér skuli nú hafa setið
bændastjórn að völdum um mörg ár. í heimalöndum
sínum rækta þessir útlendingar alls konar ávexti og græn-
meti allan ársins hring í vermireitum með logandi lömp-
um, við framleiðslu ljóss og hita úr kolum, en við hér
heima gætum haft bæði ljós og hita fyrir sama og ekki
neitt. Þeir undrast, að við skulum flytja inn salt fyrir
um þrjár miljónir króna á ári og hafa saltríkan sjóinn
og hverahitann rétt við höndina. Þeir telja víst, að við
munum eiga hér alls konar málma í jörðu. En þeir trúa
ekki á neinn smá-búskap — segja, að jafnt landbúnað-
ur sem iðnaður borgi sig því að eins, að rekinn sé í stór-r
um stíl. Þeir eru hissa á, að við skulum ekki flytja inn
fólk, líkt og gert er í Canada. Það sé barnaskapur einn
að halda, að það geti fyrirgert þjóðerni okkar og sjálf-
stæði, ef að eins sé rétt að farið, fólkið valið til inn-
flutnings eftir efnum og kunnáttu. Við gott íslenzkt
skólaskipulag mundu hin mismunandi þjóðerni samlag-
ast án nokkurra vandræða. En okkur geti stafað hætta
af að láta alt danka, því þar sem ísland sé að miklu
leyti ónumið land, þá geti aðrir farið að nema það, áð-
ur en varir, einhverjar atvinnulausar þjóðir, sem ef til