Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 68
62
ísland frá erlendu sjónarmiði.
IÐUNN
(slafneskur maSur) sagSi viS mig: „ÞaS er munur ecia
hjá okkur; þar mega erindin ekki vera lengri en tíu
mínútur!“ — Skólanám er í útlöndum mikið lengra og
strangara en hér á Iandi, og undrast útlendingar mjög,
að hér skuli skólarnir vera lokaðir alt sumarið. En þeir
eru líka hissa á því, að svona stutt skólanám skuli nægja
til fullkominnar mentunar. Þá hafa nokkrir útlendingar»
einkum á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu, tekið það í
sig, að ísland sé land listamannanna, en þessir menn eru
langtum færri og áhrifaminni en við íslendingar höld-
um. Við eigum ekki að láta smjaður nokkur hundruð
íslandsvina, sem lítið eða ekkert ber á hjá miljónaþjóð-
um, glepja okkur sýn. Tökum dæmi: Þjóðverjar hafa
manna mest gefið gaum fornbókmentum okkar, en þó
nær þekking manna þar í þeim efnum mjög skamt og
er langt frá almenn. Edda er töluvert útbreidd, enda
nafnið frægt, þó að fæstir hafi lesið hana, en alment er
ekki litið á þá bók sem íslenzka, heldur nánast þýzka.
Útgefandi sá, er gaf út Eddurnar og íslendingasögurn-
ar í Jena á Þýzkalandi, sagði mér ekki alls fyrir löngu,
að íslendingasögurnar seldust mjög lítið og að af þeim
öllum til samans hefðu tæplega selst jafn-mörg eintök
og af Sæmundar-Eddu einni saman. Nú upp á síðkastið
hafa komið út í Þýzkalandi smákaflar eða styttar endur-
sagnir á íslendingasögum í ódýrum heftum, með fram
ætlað til afnota fyrir skóla, en mér er sagt, að þessi hefti
séu Iítið notuð í skólunum. Þýzka útvarpið notar líka
stundum íslendingasögur, gjarna undir nafninu norræn
eða þýzk list, einkum til skólaútvarps fyrir börn, og eru
þá oft gerð úr þeim æfintýri með söng og tónleikum, og
er það alt mjög barnalegt og ómerkilegt. Hafa menn þá
auðsjáanlega blandað orðinu saga saman við þýzka orð-
ið sage, sem þýðir þjóðsaga eða æfintýri. — í öðrum