Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 69
IÐUNN
ísland frá erlendu sjónarmiði.
63;
löndum vita menn náttúrlega enn minna um fornbók-
mentir okkar. Þekking manna úti um Evrópu á íslenzk-
um bókmentum að fornu og nýju er þó mjög að aukast,,
og má segja, að í þeim efnum einum fylgi gömul hefð
nafni íslands, þó að enn nái of skamt. Annars verður
maður þess fljótt var erlendis, að útlendingar líta alt
Öðrum augum á bókmentir vorar og listir en við íslend-
mgar sjálfir og meta þær mjög mismunandi og á annan
veg. Útlendur stúdent, sem hafði stundað nám við há-
skóla íslands, sagði mér eitt sinn, að sér fyndist hann
mæta kynslóð feðra sinna þar, sem íslenzku stúdentarnir
væri, því að þeir Iifðu enn í viðhorfi 19. aldarinnar,
hversu mjög sem íslendingar vildu nú vera „moderne“.
Sams konar álit hefi eg heyrt frá öðrum útlendum sér-
fræðingum um bókmentir vorar og listir. Skáldskap vorra
!íma á íslandi telja margir útlendingar að meira eða
minna leyti bergmál eða eftirhermur erlends skáldskap-
ar 19. aldar; ekkert verulega votti fyrir því, að íslenzku
skáldin haldi uppi erfðahefð forníslenzks skáldskapar
eÖa reyni að halda honum við og þroska hann. Suma
íslenzka myndlistarmenn, sem heima á íslandi eru mikils
metnir og jafnvel taldir víðfrægir, finst útlendum sér-
fræðingum fátt um, en telja aftur á móti aðra, sem
minna eru metnir á íslandi, mjög efnilega. Ekki veit eg;
gerla, hve mikils t. d. Guðm. heitinn Thorsteinsson mál-
ari var metinn á íslandi, en eg heyrði erlendan sérfræð-
mg tala um það, að fyrir Guðmund hefði frekar átt að
reisa listasafn en aðra íslenzka listamenn. Ekki kann
eg sjálfur að dæma um myndlist, og það mun valtara
að treysta dómum um Iistir og erfiðara að dæma um
þær en um nokkuð annað hér á jörðu. Samtíðin hefir
^ær aldrei reynst dómbær eða rétt í dómum um sígilda
‘st, og varla mun til svo lélegur íslenzkur listamaður, að