Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 70
64
ísland frá erlendu sjónarmiði.
IÐUNN
hann geti ekki fengið einhverja góða dóma um list sína
erlendis. Menn geta í hlutlausum dómum varla anna'ð en
dregið takmörkin að neðan, hvaða listamenn hafi þá
mentun og hæfileika, að þá megi yfirleitt telja til lista-
manna. Heyrt hefi eg, að útlendingar, sem hingað komu,
hafi undrast það, er þeim voru sýndar lélegar útlendar
myndir í Alþingishúsinu, og ótrúlegt fanst þeim, að aft-
ur á móti væru mörg íslenzk málverk geymd í kjöllurum
og á háaloftum án þess að fólk fengi að sjá þau.
A þroskabraut listmenningar er tónlistin, Iist listanna,
alt af seinust, eins og sjá má t. d. á því, að Bandaríki
Norður-Ameríku, 120 miljóna þjóð, á varla nokkurt
einasta tónskáld eða hefir átt, er til greina geti komið
sem slíkt á listrænan mælikvarða, og t. d. kvenþjóðin,
sem hefir lagt til fullgilda listamenn bæði í myndlist og
skáldlist, hefir enn aldrei í neinu landi lagt til eitt ein-
asta tónskáld, sem nálgist það að geta kallast því nafni,
og heldur engan listrænan hljómsveitarstjóra. — En um
íslenzka tónlist skal eg ekki ræða, eða viðhorf útlend-
inga gagnvart henni, þar sem eg mun varla verða talinn
hlutlaus í þeim efnum. Segja má, að útlendingar telji, að
listræn músík -—- svonefnd kunstmúsik — sé nú fyrst
að verða til á íslandi með þessari kynslóð, og erlend
kunstmúsik eða listrænir tónleikar nú fyrst að verða
kunnir hér, eftir að erlendis hefir í fimm eða sex aldir
verið lögð mikil og skipulagsbundin rækt við þessa list-
grein, bæði af kirkju og leikmönnum. Útlendingar skilja
ekki, að við íslendingar skulum ekki leggja skipulags-
bundna rækt við þjóðlega list og listarefni og alla list-
menningu. Alveg forviða varð einn tékkneskur maður
hér á íslandi nýlega, þegar hann varð þess var, að menn
hér eins og skömmuðust sín fyrir sérkennilegustu þjóð-
lögin, tvísöng og rímnalög, og vildu ekki láta hann heyra