Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 72
66
ísland frá erlendu sjónarmiði.
IÐUNM
Sumir landar halda því fram, að á íslandi sé gert
meira fyrir listir en í ö'Srum löndum, en útlending-
arnir hafa aðra sögu að segja okkur. í Þýzkalandi t. d-
veita bæjastjórnirnar að jafnaði eins mörg mörk tiL
þess að halda uppi hljómsveit og íbúarnir eru margir
í bænum. Eftir því ætti Reykjavíkurbær að leggja ár-
lega til hljómsveitar 40—50 þús. krónur, en ríkið 150—
200 þús. Til leikhúsa með hljómsveit veita bæirnir þar
alt að þrisvar sinnum íbúatöluna. Eftir því ætti Reykja-
vík að veita um 150 þús. árlega til leikhúss með hljóm-
sveit, en ríkið alt að því hálfa miljón. Útlendingar, semi
eitthvað eru inni í stjórnmálum, líta á skipulagða list-
menningarstarfsemi sem einn veigamesta þátt allra stjórn-
mála. Ekki má segja útlendingum frá því (ef varast á
að setja ísland á bekk með skrælingjaríkjum), að laga-
vernd höfunda og listamanna á íslandi sé sama og engin
og að margir rithöfundar okkar verði þess vegna að.
skrifa bækur sínar á öðrum málum til þess að hata ein-
hverja tryggingu fyrir því að mega sjálfir njóta ágóðans
af vinnu sinni.— Útlendingnum verður á að spyrja, hvort
það séu þá ekki stjórnmálamenn, sem fari hér með stjórn-
mál. Aðrir útlendingar, sem koma hingað, þurfa ekki
að spyrja, því þeir mynda sér skoðun sjálfir. Eg hefi
kynst skoðunum þeirra. Þeir halda því fram, sumir
hverjir, að við íslendingar eigum eiginlega — án tillits-
til flokka — enga sanna stjórnmálamenn. Hér hafi menn
að vísu lært nokkuð í kosningatækni og pólitískum bar-
dagabrögðum, en í stjórnmálunum sjálfum séu íslend-
ingar hreinustu viðvaningar, gutlarar og vankunnáttu-
menn, ekki eingöngu vegna þess, að menn kunpa hér
ekki neitt í „kulturpolitik" og eru blindir fyrir því,
hve veigamikill þáttur listmenningarstarfsemin er í allri
stjórnmálabaráttu og stjórnsemi (sbr. rómverska orð-