Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 74
68
ísland frá erlendu sjónarmiði.
IÐUNN
sjónarmið, eins og sumir íslenzkir kosningasmalar vilja
vera láta, heldur blátt áfram hlutlaust sjónarmið alþjóð-
legra staðreynda, því að menn virðast vera á einu máli
um það — þeir, sem snefil hafa af dómgreind um þessi
mál — að tapað sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar mundi
ekki geta þýtt annað en undirokun undir erlent auðvald
og að þá mundu íslendingar fyrst fá að finna, hvað
auðvald er. Vil eg biðja lesendur mína að taka nú á allri
sinni athygli, því að um sameiginlega hagsmuni og sam-
eiginlegt áhugamál okkar allra er að ræða: Eg hefi orðið
þess var á síðustu árum, að því er haldið fram víðs
vegar um álfuna, bæði Ieynt og ljóst, í ræðu og í riti,
að barnaskapur okkar íslendinga í utanríkisstjórnmál-
um sé og hafi ávalt verið með svo fáránlegum hætti,
að það sé alveg útilokað, að fslendingar sjálfir muni
geta haft nokkur áhrif á tryggingu sjálfstæðis þjóðarinn-
ar og afdiif þeirra mála, þegar samningurinn við Dani
er útrunninn. Hér er ekki átt við það, að verzlunarsamn-
ingar okkar séu örðugir eða að við skuldum öðrum
þjóðum mikið fé — dómbærir menn erlendis líta ekki
svo á, að þetta tvent geti riðið sjálfstæði okkar áð
fullu — heldur er átt við það, að við kunnum ekki að
tryggja stjórnarfarslega aðstöðu okkar gagnvart öðrum
löndum, afla okkur álits og leita vináttusambanda með
áhrifaþjóðum og halda þeim við. íslenzkir listamenn,
rithöfundar og mentamenn erlendis hafa óbeint starfað
í þessa átt, en það nær of skamt, enda hafa þeir frek-
ar verið hindraðir en studdir af löndum sínum heima í
þeim efnum. Dómbærir menn í öllum löndum eru sam-
mála um, að utanríkismál verði aldrei rekin til gagns
eftir sjónarmiðum innanríkismála eða mismunandi stefn-
um stjórnmálaflokka. Margt í utanríkismálum verður að
fara með Ieynd, og það er því mjög bagalegt, að þau