Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 75
IÐUNN
ísland frá erlendu sjónarmiði.
69
mál skuli hér á íslandi eingöngu vera í höndum manna,
sem koma og fara me'ð fárra ára millibili, án þess a'ð
nokkur varanleg stjórn sé til í landinu fyrir lengri tíma.
Við íslendingar höfum engan ríkisforseta, engan jarl
eða varakonung, er búsettur sé í landinu og vinni stöð-
ngt með að aðalatriðum stjórnmálanna. Að dómi út-
lendinga eigum við ekki heldur menn, sem hafi kunnáttu
eða aðstöðu til að halda uppi risnu fyrir ríkið, svo að
til fullra nota verði fyrir aðstöðu íslands út á við. Mér
vitanlega hefir það t. d. aldrei komið fyrir, að íslenzkur
forsætisráðherra héldi veizlu fyrir listamann, hvorki er-
lendan né innlendan, og minnir sú staðreynd í augum
útlendinga á ástand skrælingja- eða negraríkja. Glæfra-
legt virðist mörgum útlendingum, að hugsað skuli til
þess að gera ísland a'ð lýðveldi með atkvæðagreiðslu
nú eftir nokkur ár; það muni verða til þess, að dqg-
legasti áróðursmaðurinn verði forseti og að sjálfstæði
landsins verði að leiksoppi í höndum kunnáttulausra og
samvizkulausra kosninga- og atkvæðasmala; stórþjóð,
sem trygt hafi sjálfstæði sitt um margar aldir, bíði máske
ekki varanlegt tjón af slíku, en fyrir ísland muni það
verða tortíming. Menn skilja ekki, hvers vegna ísland
vilji kasta frá sér tignarheitinu konungsríki, sem það
hefir einu sinni öðlast — nafn, sem borgarar um allan
heim bera virðingu fyrir, af gömlum vana, þó ekki sé
®f öðrum ástæðum. Það er sagt, að við íslendingar þekkj-
um ekkert til konunga og berum ekki virðingu fyrir
þeim að því að við höfum aldrei átt okkar eigin konung.
Konungsríki þurfi svo sem ekki að vera neitt íhalds-
ríki, því að allar stjórnmálastefnur nái að dafna undir
honungsstjórn nú á dögum. Þegar Hitler komst til valda
* Þýzkalandi, þá sáu jafnaðarmenn eftir því að hafa
látið Vilhjálm keisara fara 1918, í stað þ ess að eins