Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 76
70
ísland frá erlendu sjónarmiði.
IÐUNN
að breyta stjórnarskránni. Þeir sögðu, að meÖ þing-
bundinni konungsstjórn mundu þeir hafa getað komiS
öllu sínu fram, en sloppið við valdatöku Hitlers.
Útlendingar segja, að alþjóðalögmálin muni skapa
okkur tilveruskilyrðin, en ekki hugmyndir neinna stjórn-
málaflokka eða einstakra hugsjónamanna, og að við
ver'ðum að semja okkur að alþjóðalögmálunum, ef við
viljum varðveita frelsi okkar og velferð. Þeir segja, að
ef okkur sé full alvara með að halda sjálfstæði okkar,
sem þeir reyndar margir efast um, þá sé eina leiðin að
halda áfram að vera konungsríki, annað hvort í sam-
bandi við Danmörku eða með eigin konungi, eins og
Norðmenn gerðu 1905. Eg skal játa það, að eg er
persónulega líka kominn á þá skoðun, að eina vel-
ferðarleiðin fyrir ísland sé að halda áfram að vera
konungsríki. Langbezt væri náttúrlega að hafa eigin
konung, sem væri búsettur í landinu, gerðist íslenzkur
og lifði með þjóð sinni í blíðu og stríðu. Við íslending-
ar höfum alment mjög rangar hugmyndir um konunga
og líf þeirra. í þeim efnum sem mörgum öðrum ríkir
enn hjá okkur sjónarmið kotungsins, sem sér ekki lengra
en út úr sínum eigin bæjardyrum eða sínum eigin bás.
Sumir landar mfnir, jafnvel þeir, sem framarlega standa
í stjórnmálum, láta sér sæma að hæðast að konungum
og þeirra liði. Það eimir líka eftir af því hjá okkur, að
erlenda valdið, sem við fyrrum urðum að lúta, var kon-
ungsvald, svo að við höfum látið glepjast til þess að
gera ekki greinarmun á konungsvaldi og erlendu valdi,
sem einmitt eru andstæður í þeim löndum, sem hafa eig-
in konung. Fyrst segja menn hér, að það muni verða
of dýrt fyrir okkur að hafa eigin konung og konungs-
fjölskyldu. Við þ ví er að svara, að stjórnarfyrirkomulag
okkar nú er ef til vill enn dýrara, og mætti vafalaust