Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 77
IÐUNN
ísland frá erlendu sjónarmiði.
71
gera það einfaldara, fækka þingmönnum o. s. frv.
Við yrðum að byggja konungsbústað; það yrði svo að
segja eini stofnkostnaðurinn. Borðfé konungs yrði t. d.
■sem svaraði einni krónu á bvern íbúa í landinu, eða
b'tið meira en nú er. Hins vegar eru til konungbornir
menn, sem eiga tíu sinnum meiri auð en allur þjóðarauð-
ur íslendinga nemur og mundu geta stofnað hér konung-
legan banka, sem hleypti vexti í alt atvinnu- og fram-
hvæmdalíf. En auðvitað mætti ekki hugsa um það fyrst,
heldur um hitt, hvaða konungsætt væri bezt að mann-
kostum og bezt til þess fallin að tryggja sjálfstæði vort,
hefði ættarsambönd um alla álfuna, en væri þó hlut-
laus í samkeppni stórþjóðanna. Konungsfjölskylda mundi
skapa hér bæði innri og ytri menningu, með eigin fyrir-
■dæmi, þó ekki væri með öðru, og við íslendingar mund-
’um þá verða menn með mönnum, jafnvel meira en það,
í samanburði við ýmsar þjóðir. Sumir íslendingar virð-
^ast gagnsýrðir af þeirri villu, að konungar og konungs-
íjölskyldur sé iðjulaust fólk, sem lifi í munaði og jafn-
"vel hálfgerðu siðmenningarleysi, en sannleikurinn er
þessu alveg gagnstæður. Margur verkamaðurinn og mörg
'vinnukonan mundi gera verkfall á fyrsta degi, ef skyldur
konungs væru á þau lagðar. Konungar eru ófrjálsari
menn en margur fangi og verða stundum að leggja
meira á sig og sýna meiri sjálfsaga en nokkur annar.
Einkalíf mega þeir varla eiga, eru aldir upp frá blautu
barnsbeini til þess að þjóna sinni þjóð — fórna sér
sinni þjóð, er óhætt að segja í mörgum tilfellum. Auð-
vitað eru konungar og konungsfjölskyldur misjafnt að
gæðum eins og annað fólk, en jafnvel lélegur konungur
er áhættuminni fyrir sjálfstæði Iandsins en hverfulir rík-
isforsetar. — Annars kann eg ekki að dæma um, hvernig
lagalegar framkvæmdir gætu orðið í þessum efnum. Eng-