Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 82
76
Karl og kona.
IÐUNN
Hann bjó þá í húsi hjá nýlega giftri dóttur og hafði
sérstakt herbergi. Hún var á ferð og maður hennar látinn.
Þau töluðu nokkur orð um daginn og veginn. Svo
sagði hann: „Viltu ganga heim með mér?“ „Eg skal
ganga heim með þér“, sagði hún.
Hann bauð henni inn í sitt eigið herbergi. Það var
þrifalegt, og hún fann, að henni gat liðið vel í því. Eu
á því, hvort það var honum að þakka, eða dótturinni,
áttaði hún sig ekki.
„Nú, nú. Hvað segirðu svo?“, sagði hann.
Konan brosti. Hún mundi, að þetta voru sömu orðin
og hún hafði notað til málshafningar heima hjá hennL
Og nú stóðu þau jafnt að vígi.
En bros hennar hvarf fljótt. Hún varð alvarleg og
döpur í bragði. Svo hóf hún mál sitt á þessa lund:
„Það er ekki ólíklegt, að þér hafi fundist eg vera
fáorð, er við sáumst síðast. En hvað á sú kona að segja,
sem lítið hefir annað til brunns að bera en sitt þögla
móðurmál; tilfinningar; Iemstraðar á margvíslegan hátt.
------Þú sagðir mér, hvað þú hefðir lært af hjónabandi
þínu. Og ef eg hefði þá hlýtt mínum náttúrlegu tilfinn-*
ingum, hefði eg gengið til þín, lagt höfuðið að brjósti
þínu og grátið út allar mínar erfiðu sorgir. Og þínar
líka — ef eg hefði getað. Því í raun og sannleika er
það svo, að þú ert sá maður, sem eg hefi unnað mest
— og líklega verið verst.----------En eg hafði þá um
fleira að hugsa. Og þegar þú svo, í framhaldi sögu þinn-
að, Iagðir á mig, varnarlausa, meginþungann að óláni
okkar, þá ætti þér að skiljast nú, í hvers konar spor-
um eg stóð á þeirri stund. Og þó líklega ekki til fulls.
Því það, sem í rauninni skildi okkur forðum, getur þú
líklega aldrei skilið til fulls, enda þótt eg segi þér það,
sem eg enn í dag á erfitt með — enda þótt eg hafi fengið