Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 83
IÐUNN
Karl og kona.
77
töluverða æfingu í því að vera stundum hispurslaus. —
En eg ætla nú samt acS reyna þaÖ.--------Þú hafÖir sagt
mér, að þú hefðir verið nokkuð við kvenfólk kendur og
kæmist illa af án þess, jafnvel þó eg væri annars vegar.
Samt sem áður leitaðir þú aldrei til mín í þeim efnum
og gafst mér í skyn, að á meðan ekki væri fullráðið
um okkar mál, vildir þú ekki vekja mig til ástríðu, sem
svo gæti vel orðið mér til óhamingju. En á þeim dögum
var mér minna ant um mína hamingju en þína — eða
eg hélt það, að minsta kosti. Og í einfeldni minni hélt
eg, að eg gæti þér ekki annað betra gert en að bjóða
þér það, sem mér var ekki grunlaust um, að þú sæktir
til annara kvenna — og losa þig undan þeirri þörf. Og
svo hafnaðir þú framboði mínu. En ólíklega er konu,
sem aldrei hefir karlmanns kent og skírlíf er að eðlisfari,
annað erfiðara fram að bjóða en þetta. Og á engan hátt
ætla eg, að henni verði tilfinnanlegar misboðið en með
því að hafna slíku boði — í líkum kringumstæðum og
þarna voru til staðar. — Vera má, að þessu sé mis-
jafnt háttað. En svona var það um mig. Mig snerti það
sem vanmet og jafnvel fyrirlitning á því, sem eg hafði
af mestri hugsanlegri sjálfsafneitun boðið — og blygð-
aðist mín þó jafnframt gagnvart þér. Sál mín varð öll
í uppnámi — og þetta var það, sem skildi okkur“.
Maðurinn leit til konunnar rannsóknar- og spurnar-
augum. Svo sagði hann: „Mundum við geta verið saman,
það sem eftir er?“
„Líklega ekki. En eg veit það ekki enn til fulls“.
„Og á hverju veltur það?“
Konan þagði um stund og sagði svo: „Einnar spurn-
ar vil eg spyrja þig og taka af þér loforð fyrir fram
um að svara henni svo, sem þú veizt með sjálfum þér,
að sannast er“.