Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 84
78
Karl og kona.
IÐUNN
„Hefi eg reynst þér óhreinskilinn? Eða hvað?“
„Nei; ekki segi eg það. En flesta mun það geta hent.
að segja ekki alt um sinn insta hug“.
„Svara skal eg því, er þú spyrð mig um“.
Konan horfði þegjandi á manninn um stund og sagði
svo: „Setjum svo, að kona þín væri komin til lífsins
aftur og sæti nú hjá okkur í þessari stofu — og aS þú
ættir um okkur tvær að velja. Hverja myndir þú kjósa?“
Maðurinn stóð á fætur, og var í fyrstu sem hann
ætlaði að ganga burtu. En þó gekk hann til konunnar,
er sat í sófa skamt frá honum, settist hjá henni og tók.
hönd hennar aðra svo föstu taki, að hún kendi sárt til.
Hún fann, að hann skalf og andardráttur hans var tíð-
ur og erfiður, svo sem af mikilli mæði væri, og tár komu
í augu hans. Og all-löng stund Ieið svo, að hann kom
ekki orði upp. En að lokum sagði hann: „Spyrja kant
þú, og svara skal eg þér — þó líklega verði það til
þess, að við sjáumst aldrei framar: Eg myndi kjósa
hana“.
„Og vegna hvers?“
„Vegna þess að hún er sú kona, er mest hefir fyrir
mig liðið — og eg á stærsta skuld að gjalda“.
Konan hallaði höfði á öxl hans og sagði: „Ertu nú
viss um þetta, góði minn? — En ekki mun þetta svar
þitt, eitt út af fyrir sig, verða okkur til æfinlegs skiln-
aðar. Og ekki kom mér það á óvart, því líklega myndi
eg svara sams konar spurningu af þinni hálfu á sams
konar hátt. Og þó var það svo, að eg giftist manni mín-
um út úr örvæntingu af því að missa þig — og fleiri
vandræðum, sem þarflaust er um að tala. Og í fyrstu
fann eg lítið annað í honum en karldýr, sem leitar kven-
dýrsins. Og þær stundir komu, að eg hataði hann —
og jafnvel enn þá meira en þig.----------Svo eignaðist