Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 85
IÐUNN
Karl og kona.
79-
eg börn, sem mér þótti vænt um og eg þurfti aS bera
umhyggju fyrir. Og af því lærði eg, á löngum tíma, aS
líta á mann minn líkt og þau — og reyndar af fleiri
ástæðum. Því ýmislegt var honum vel gefið, þó eg;
tæki lítið eftir því í fyrstu. Eg lærði að líta á hann líkt
og hann væri sonur minn, barn, sem umhyggju minnar
þyrfti við. — Þess vegna snerti það líka instu rætur til-
finninga minna, sem þú sagðist hafa af hjónabandi þínu
lært — að eiginmaður þyrfti að vera konu sinni eins og;
væri hún jafnframt móðir hans og dóttir — og hefðir
þó lært það of seint. Þá skildi eg það, hvað kona þín
hafði haft við að búa, og líka það, hvers þú hafðir
sjálfur farið á mis — og að hvað var öðru tengt. Og
þá skildi eg enn fremur það, að við vorum skyld —
þrátt fyrir það, sem á daga okkar hafði drifið“. — —
Og maðurinn sagði: „En nú erum við tvö ein. ■—
Attu von á því, að þú finnir mann þinn aftur — í öðru
lífi? Eða hvað?“
„Ekki get eg sagt, að eg hugsi mikið um það. Mínar
hugsanir eru fastast bundnar við það, sem er, og það„
sem var. Og einkum það, sem er. Börn mín og barna-
börn. Einkum barnabörn, sem mér eru nú sem eigim
börn á fyrsta bernskuskeiði.--------Og svo er enn þá
eitt — og jafnvel fleira — viðvíkjandi okkar málum.
------Alt vil eg segja — fyrst eg þagði ekki til fulls —
eins og segja má, að eg hafi lengst af æfi minnar gert.
------Þrá mín til karlmanns er visnuð og þurkuð út. —
— Og þó enn þá lifandi sár blygðunartilfinning og sár
tilfinning um það, að einu sinni hafi mér verið tiífinnan-
legast misboðið, undarlega samtvinnaðar og óaðskilj-
anlegar — þegar þú ert annars vegar“.
„En reynsla langrar æfi? — Og fyrirgefning?“
Konan stóð á fætur og sagði: „Ef til vill hefi eg;