Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 89
IÐUNN
Danahatur og ísl. ættjarðarást.
83
er Iíkt og maSur sé í stóru samkvæmi með óvenju frjáls-
legu og elskulegu fólki, og allir gestirnir hafi farið út í
garð að fá sér frískt Ioft og hreyfa sig. Engin þjó'ð
lifir fremur en Danir eftir hinu fagra boðorði Hávamála:
Glaðr ok reifr skyli gumna hverr, unz sinn bíðr bana.
Menn kunna að vilja skýra glaðlyndi Dana með því,
að þjóðinni líði svo vel efnalega, hún búi í landi, þar
sem drýpur smjör af hverju strái, hafi ekki orðið fyrir
neinni ógæfu, neinum skakkaföllum á síðustu manns-
öldrum o. s. frv. En þessi skýring hrekkur skamt. Alt
þetta sama má t. d. segja um Hollendinga, og þó eru
þeir þunglamaleg þjóð og dauflynd, í samanburði við
Dani. Skýringin á glaðlyndi Dana er blátt áfram sú, að
þjóðin er þannig gerð. Glaðlyndið er í blóði hennar.
Danir hafa flestum þjóðum betur tamið krafta sína
til náms og starfs og til þess að njóta lífsins eins og sið-
uð og mentuð þjóð. Fáar þjóðir hafa gert eins frjótt og
fagurt land úr ættjörð sinni, skólar þeirra eru ágætir,
bókaframleiðsla þeirra fjölskrúðug eftir stærð þjóðar-
innar, leikment þeirra hefir jafnan staðið með miklum
blóma, blöð þeirra eru í tölu hinna skemtilegustu og
fróðlegustu blaða í Evrópu. Þeim líður vel í sínu góða
landi, án þess að það hafi gert þá makráða eða sljóa,
þeir eru iðjusöm þjóð og forvitin, hafa áhuga á öllum
hlutum, vilja vita hvað gerist og hugsað er í heiminum.
Þeir eru, mjög alment, það, sem með dönsku orði er
kallað „opvakt“, — og þetta einkenni, sem er náskylt
glaðlyndi þeirra, er trygging fyrir fjölskrúðugu menn-
ingarlífi í Danmörku og hefir sett sinn blæ á hinn fjör-
lega og mannaða brag, sem er á höfuðstað Iandsins.