Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 90
84
Danahatur og ísl. ættjarðarást.
IÐUNN
II.
En þó að íslendingar séu vel viti bornir og Danir
lítt til þess fallnir að hata þá, þá hefði samt getað
farið svo, að óvild til þeirra hefði orðið að langvarandi
sjúkdómi með íslenzku þjóðinni. Þetta skiljum við, ef
við hugleiðum, hve bræður vorir, Norðmenn, eiga erf-
itt með að gleyma skiftum sínum við Dani — miklu
erfiðara en við íslendingar. Enda hefir þetta verið mörg-
um af ágætismönnum Norðmanna áhyggjuefni. Frið-
þjófur Nansen aðvaraði landa sína með þessum orðum:
„Það er hætt við, að sú þjóð bíði tjón á sálu sinni, sem
glæðir með sjálfri sér kala út af fornum órétti“.
Norðmenn mistu sína tungu í sambúðinni við Dani
og þar með Iifandi samband við fornmenningu sína, og
nú hafa þeir í fram undir heila öld verið að berjast við
þann glundroða, sem kominn var á mál þeirra, eftir að
það hafði brjálast fyrir dönsk áhrif. Þegar Norðmenn
endurheimtu sjálfstæði sitt, var Noregsveldi hið forna
molað í sundur — og sjálft móðurlandið, Noregur, hafði
rýrnað til stórra muna meðan það laut dönskum konung-
um. Það er auðskilið, að Norðmönnum sé gramt í geði,
þegar þeir tala um, að það hafi fyr á tímum verið venja
Danakonunga, er þeir höfðu tapað stríði við Svía, að
kaupa sér frið með því að láta af hendi norsk héruð •—
og að þannig hafi Svíar smám saman eignast ýmsa af
fegurstu og frjóustu landshlutum hins forna Noregs. Fær-
eyjar, Shetlandseyjar, Orkneyjar — allar þessar eyjar
bygðust til forna frá Noregi og voru hluti úr Noregs-
veldi. Færeyjar eiga Danir enn. En Shetlandseyjar og
Orkneyjar eiga Bretar. Þegar Kristján I. gifti dóttur sína
Jakobi III. Skotakonungi, var hann í fjárþröng og setti
þá þessar eyjar að veði fyrir væntanlegum heimanmundi,
sem svo aldrei var greiddur. Og hundrað árum síðar létu