Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 92
86
Danahatur og ísl. ættjarðarást.
IÐUNN
litlu o. s. frv. Þegar t. d. hefir fyrir komið, að útlend
blöð hafa kallacS ísland danska hjálendu, þá hafa menn
rokið upp á nef sér og kent Dönum um. Höfðu þeir ekki
lofað því hátíðlega að tilkynna heiminum sjálfstæði ís-
lands — hafa þeir þá svikist um það? Og svo er því
haldið fram, að engu sé líkara en a'Ö Danir reyni aÖ
fela sjálfstæði vort fyrir umheiminum. En eg hefi ekki
orðiÖ var viÖ, aÖ þetta og þvílíkt hefÖi mikil áhrif á
íslandi. Menn skilja, aÖ þaÖ skal meira til en eina til-
kynningu frá Dönum, anno 1918, til þess að það verði
öílum blaðamönnum heimsins ógleymanlegt, að ísland
er sjálfstætt ríki — og að það muni yfirleitt ekki á færi
neinna annara en okkar sjálfra að hefja nafn íslands
til virðingar úti um heim. Og íslenzka þjóðin trúir því,
að sér muni takast þetta.
Hvað sem annars verður sagt um þjóð vora nú á
dögum, þá er eitt víst: hún er bjartsýn og kjarkmikil,
hún trúir á sjálfa sig og framtíð sína. Hún veit, að hún
býr yfir gáfum og kröftum, sem með hverjum áratug
njóta sín betur, hvers konar framfarir þykir henni sjálf-
sagður hlutur, hún finnur, að nýr gæfudagur er runn-
inn í æfi hennar. Við erum aftur frjálsir í landi okkar,
við höfum hafist handa um alhliða viðreisn, og þjóðinni
líður nú betur en nokkru sinni fyr. Og þó finst okkur
þetta alt að eins smávægileg byrjun. Við gerum okkur
stórar vonir um mátt og megin þjóðarinnar og um holl-
ustu guðanna.
Fyrir hundrað árum sagði einn hinn bezti vinur, sem
ísland hefir eignast meðal Dana, Rasmus Kristján Rask,
að þó að íslenzka þjóðin hafi öldum saman búið við kjör,
sem sízt hafi örfað til andlegra afreka, þá hafi þó þessi
merkilega þjóð á öllum tímum alið frábæra snillinga og
andagiftarmenn. Hvort sem íslenzka þjóðin gerir sér