Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 93
IÐUNN
Danahatur og ísl. ættjarðarást.
87
það ljóst eða ekki, þá hefir þessi sta'ðreynd meiri áhrif
á drauma hennar og vonir en allar aðrar minningar úr
sögu vorri.
Hins vegar getur maður þó ekki varist þeirri hugsun,
þegar íhugaÖ er íslenzkt nútíðarlíf, aÖ hugmyndum þjóð-
arinnar um menningu sé stórlega ábótavant. Mér virðist
oft sem menningarvonum þjóðarinnar sé fuilnægt sum-
part með efnahagsframförum, mannvirkjum, betri húsa-
kynnum, en sumpart með fleiri skólum, fleiri góóum
skáldum, listamönnum og andans skörungum — með öðr-
•um orðum öllu því, sem er skilyrcSi til vaxandi þjóðmenn-
ingar. Menning þjóðar er ekki einasta mannvirki, bækur
ué málverk, heldur fyrst og fremst sá bragur, sem er á
Jífi, hugsunarhætti, hegÖun hennar, í þrautum og starfi, á
:gleðimótum og mannfundum, á sambuð fólksins í land-
inu og á daglegri framgöngu þess. Og það, sem mest ein-
kennir íslendinga nú, er annars vegar metnaSur og fram-
tak, ónotaSir kraftar, sem geysa fram eins og á í vexti,
>en hins vegar blygSunarlaus ruddaháttur, sem einkennir
nautnalíf þjóSarinnar, jafnt og rifrildið um mat og völd.
Við erum að komast til rýmra skilnings á því, hvað
þjóðmenning sé, beina sjónum okkar, rannsókn og vilja
að lausn þeirrar gátu, hvað eigi úr íslenzku þjóðinni að
verða. Hvað stoðar, þótt húsakynni batni, brúm og veg-
oim fjölgi, skáld og snillingar varpi ljóma á þjóðina —
-ef henni sjálfri hrakar í hugsun og hegðun? Hvaða
.mannvirki geta bætt oss það tjón, ef rétt er, að sum
íslenzk blöð skrifi fyrir þjóðina eins og hún væri skríll
og reyni þannig að gera hana að skríl — eða hitt, ef
satt er, sem nú heyrist, að Reykjavík sé að drukkna í
áfengi, síðan sterku vínin urðu frjáls, og bragur sam-
kvæma og dansleikja, kaffihúsalífs og götulífs verði með
mánuði hverjum rosalegri og ræfilslegri?