Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 94
88
Danahatur og ísl. ættjarðarást.
IÐUNN
Og hvaða list hefir svo hins vegar verið sköpuð á síð-
ari árum, sem gæti verið okkur eins mikils virði og sú
hin yndislega staðreynd, að æska landsins hneigist með
ári hverju sterkar að skíðaferðum á vetrum, fjallgöng-
um og útilegum á sumrum, að t. d. Ferðafélagið vekur á
sumri hverju athygli hundraða af Reykvíkingum fyrir
dásamlegum slóðum, sem fáir einir tróðu áður, glæðir
þar með ást þeirra til íslenzks Iofts og lands, hvetur til
hollustusamlegra sumardvala út um víðerni íslands, —
að það er í raun og veru fyrst á síðari árum að renna
upp fyrir þjóðinni til fulls, hverja ánægju hún getur haft
af landi sínu? Eitt hið skemtilegasta, sem eg lengi hefi
lesið frá íslandi, var frásögn í Morgunblaðinu í sumar
um þrjár ungar stúlkur, sem höfðu bundið mal á bak
sér og gengið frá Hornafirði til Reykjavíkur, ekki styttri
leiðina, heldur yfir Austurland og Norðurland og svo
eins og leið lá til Reykjavíkur, yfir fjöll, bygðir og ör-
æfi — 1200 kílómetra! Fyrir nokkrum árum hefði þetta
verið óhugsandi. Hér er að verki ný hreyfing, sterk og;
vænleg til að hreysta og manna æsku íslands.
Við skulum vona, að þessi hreyfing og önnur við-
leitni til þess að lifa hollu, þroskavænlegu og siðuðu lífi
á íslandi, verði sterkari en drykkjuæðið og öll önnur
öfugþróun, sem í bili háir íslenzkri siðmenningu.
Fyrir einni öld eða svo, sagði Heinrich Heine eitthvað
á þessa leið: Þýzk ættjarðarást er í því fólgin að hata
Frakka, frönsk í því að elska franska menningu. Eða er
það t. d. ekki svo, að eg, sem elska Frakka, get ekki
talist góður Þjóðverji?
Eg þarf ekki að taka það fram, að hversu mikið sem
kann að hafa verið satt í þessum orðum fyrir hundr-
að árum, þá er víst, að þýzk ættjarðarást er fyrir löngu.
orðin ást á þýzkri menningu og þýzkum manndórni.