Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 95
IÐUNN
Danahatur og ísl. ættjarðarást.
891
Það verður vonandi aldrei framar hægt að telja þjóð
vorri trú um, að íslenzk ættjarðarást sé í því fólgin að
hata Dani né neina aðra þjóð — heldur eingöngu í ást
á menningu vorri og vilja til að vinna henni það, sem
við vinnum.
Með þessum fáu og sundurlausu orðum hefi eg í kvöld
viljað nota þetta tækifæri til þess að komast að lokum
að þeirri spurningu, hvers alment sé að vænta af dvölum
íslendinga í Danmörku, þar sem að staðaldri dvelja fleiri
af löndum vorum en í, nokkru öðru landi í Evrópu.
Við getum haft það upp úr dvöl okkar hér, að okkur
verði hlýtt til hinnar dönsku þjóðar, við getum lært af
þvf, sem bezt er í fari hennar, og auðvitað ekki síður
af ýmsu, sem er ljóður á ráði hennar. Við eigum því
láni að fagna, að allar nágrannaþjóðir okkar í Evrópu
eru í tölu hinna fremstu þjóða veraldar. Okkur má vera
hlýtt til þeirra allra, og við eigum að færa oss í nyt, svo
sem kostur er, að kynni okkar verða mest einmitt af
þessum þjóðum.
Og í öðru lagi getum við vænst þess, að langvistir
okkar í Danmörku glæði ást okkar til íslands og skerpi
sjón okkar á alt, sem mestu skiftir fyrir velfarnað þjóðar
okkar. Hvergi hefir ísland verið elskað eins og í Kaup-
mannahöfn, sagði Arni Pálsson einhvern tíma og átti
þar sérstaklega við íslenzka stúdenta og þann hátt, sem
ættjarðarást þeirra hefir átt í framsókn þjóðar vorrar.
Megi svo verða um allan aldur, að íslendingar í Kaup-
mannahöfn beri heita trygð til ættjarðar sinnar og komi
heim magnaðir áhuga á að vinna að menningu hennar
og gæfu.
Kristján Albertson.