Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 96
Ofdrykkja.
Ja, drottinn minn! Ekki er það beysið, sagði eg við
■sjálfan mig. Það var svo sem búið aS segja mér þetta,
áSur en eg fór aS vestan. Mér hefði verið nær að fara
eftir því, sem Símon gamli sagði: Þú skalt ekki gera
;þér krók til Stykkishólms, sagði gamli maðurinn. 0, sei
sei nei, það er alveg óþarft, eg ætti að þekkja þá þar,
þú hefir ekkert upp úr því, trú mér til, ekkert annað
en fyrirhöfnina. Og eitthvað kostar þetta, farið og uppi-
haldið á staðnum. Ekki er það gefið .... Og heil-
mikið meira rausaði gamli maðurinn um þetta. En eg
tók ekkert mark á þessu masi, og eg var ekki alveg
á því að láta telja úr mér kjark, þó að útlitið væri ekki
:sem glæsilegast. Eða var það kannske ekki skylda mín,
sem regluboða, að koma líka á þá staðina, þar sem sig-
urvonin var lítil og þar sem ekkert hafði verið reynt
í þessa átt áður? Jú, auðvitað. Eg átti ekki að ganga
á snið við alla örðugleika. Ekki var mér greitt kaup
fyrir það.
Og svo fór eg til Stykkishólms, boðaði bindindis-
málafund sunnudaginn í 9. viku sumars, kl. 2 e. h.
Allir velkomnir!
Og nú var stundin runnin upp — eða öllu heldur
runnin hjá, því klukkan var orðin hálf þrjú. En fundar-
mennirnir voru ekki margir. Eg kom ekki auga á fleiri
en 6 í salnum. Það var leiðinlega lítill söfnuður. Mínút-
urnar liðu. Eitthvert slangur var af mönnum fyrir utan
húsið. Þeir stóðu þar og lofuðu tímanum að líða. Sýni-
lega höfðu þeir ekkert að gera þennan dag, og því