Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 97
IÐUNN
Ofdrykkja.
91
minna a5 hugsa. Vi5 og vi5 þoka5ist macSur inn úr
dyrunum og tylti sér Ietilega á einhvern bekkinn.
Klukkan 3 voru fundarmenn orðnir 10. Nú var a‘5
hrökkva eSa stökkva. Og eg tók þann kostinn að
stökkva. Eg stökk upp á leiksviSspallinn, setti fund,
gerði sjálfan mig að fundarstjóra, gaf sjálfum mér
■orðið, óumbeðið, og tók til máls.
Þeir hefðu mátt vera fleiri, áheyrendurnir, víst var
um það. En þá var mitt að gera þeim því rækilegri
skil, sem þeir voru færri. Þeir skyldu nú fá andlegt
þrifabað, sem um munaði og þeir gætu búið að um
stund.
Eg talaði um áfengið, um ofdrykkjuna, um alla spill-
inguna, sem leiðir af áfengisnautn. Og nú sparaði eg
«kki stóru skeytin, — þeir skyldu verða að láta sann-
færast, hvort sem þeir vildu eða ekki. Eg málaði ægi-
legar myndir af ofdrykkjunni, svo ægilegar, að eg þótt-
ist sjá hárin rísa á hverjum manni, sem þarna var, —
auðvitað að þeim tveimur undanteknum, sem voru
sköllóttir. Og þá voru ekki innri áhrifin minni. Það fann
■eg á mér.
í heila klukkustund þrumaði eg yfir þessum fáráð-
lingum, sem sátu þöglir og hreyfingarlausir alla þá stund.
Að lokinni framsöguræðunni bauð eg til umræðu um
málið og skoraði á fundarmenn að kveðja sér hljóðs.
Enginn stóð upp eða bærði á sér. Eg endurtók áskor-
unina nokkrum sinnum, en það varð árangurslaust. Nú
var ekki um annað að ræða en segja fundi slitið. En
þegar eg var alveg að því kominn að ríða þennan enda-
hnút á samkomuna, stóð einn fundarmanna upp. Eg
bjóst við, að hinir mundu gera það sama og allir leita
til dyra. En það varð ekki. Þessi maður tvísteig dá-