Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 98
92
Ofdrykkja.
IÐUNN
lítið við sæti sitt og tók svo til máls, hikandi og hálf-
vandræðalegur.
Hann var hniginn á efra aldur, þessi náungi, lotinn
í herðum og horaður eins og haustlax. Hárið var úfið
og hæruskotið, en svartir skeggtoppar höfðu valið sér
verustaði til og frá um andlit hans og sýnilega ekki
farið eftir neinum skipulagsuppdrætti.
Það var auðheyrt, að þessi maður hafði ekki tamið
sér mælskulist um dagana. Hann var heldur ófundvís
á orðin, og honum virtist ekki sýnt um að raða þeim
saman, svo sem bezt mátti verða.
Jú, þeir mættu vera mér þakklátir fyrir komuna*
Hólmarar, það var alveg satt, að minsta kosti hann fyrir
sitt leyti. Og þetta um ofdrykkjuna, — jú það var víst
eitthvað hæft í því. O-jú, hann ætti að kannast við það.
Hann hafði reynt það, já já, hann og fleiri þar í þorp-
inu. Það væri víst háskalegt að drekka of mikið brenni-
vín, og reyndar fleira, sem gæti orðið að heilsutjóni
eða líftjóni. Það væri víst sama, hvað það héti. •—
Hann væri nú svona, eins og allir vissu og sæju, alveg
ónýtur maður. Og ekki væri það einungis aldrinum að
kenna. Hann hafði drukkið of mikið, alt of mikið, aldrei
náð sér aftur. Það væri alveg vonlaust með sig úr þessu.
Alt væri þetta bezt í hófi. Það væri bezt í hófi.
Eg sá, hvernig hinir fundarmennirnir eins og lyftust
upp í sætum sínum. Þarna var þeirra talsmaður, maður-
inn, sem var nú að segja það, sem þeir hefðu allir viljað
sagt hafa. Sumir brostu út undir eyru, svo hrifnir voru
þeir af gamla manninum.
Það var eins og hlýr straumur færi um mig allan.
Þarna kom það! Ferðin varð ekki árangurslaus, eftir
alt saman. En hver hefði árangurinn orðið, ef eg hefði
farið að orðum Símonar gamla? Vitanlega enginn. Þá