Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 99
IÐUNN
Ofdrykkja.
93
var raér þetta tapað tækifæri. Þarna var eitt dæmi þess,
hvað það gildir, að Iáta ekki framtakslausa og sinnu-
lausa menn tala úr sér allan kjark. Nú sá eg í hendi
mér, hvað á skorti til þess að bindindishreyfingin gæti
fest rætur í hugum fólksins alment. Það þurfti ekki
annað en róta dálítið upp í hinum andlega jarðvegi,
gera það dálítið myndarlega og rösklega, þá yrði sá
jarðvegur prýðilega hæfur fyrir frækorn bindindismáls-
ins. — Um að gera að ganga nógu rösklega að verki
og bera nógu víða niður. Þá var sigurinn vís. Þarna
hafði eg sönnunina. Nei, — eg þurfti ekki að sjá eftir
ferðinni hingað.
En það var nokkuð í því, sem gamli maðurinn sagði,
sem neyddi mig til að grípa fram í fyrir honum, þetta
með hófdrykkjuna. — í sjálfu sér ósköp eðlileg skoðun
hjá svona óupplýstum manni, en mátti þó ekki vera
ómótmælt. Eg sýndi honum fram á, að hófdrykkja
væri Iítið betri en ofdrykkja. Fullkomið bindindi væri
það eina nauðsynlega.
Eg truflaði gamla manninn dálítið með þessu, en
hann náði sér fljótt aftur.
Já, að drekka ekki heldur í hófi — að drekka alls
ekki neitt. Jú, það gæti verið rétt. Það væri víst stund-
um bezt. Reyndar væri ekki alveg sama, hvað maður
drykki, ekki alveg sama, og þó, — hann meinti það um
ofdrykkjuna, hún væri afleit, alt af afleit....Þannig
hélt hann áfram stundarkorn og settist svo aftur á
bekkinn.
Hún var ekki búin málskrúði þessi ræða. En hún hafði
mikil áhrif á mig. Eg hélt nú aftur stutta ræðu, þakkaði
fundarmönnum fyrir komuna og undirtektirnar, lýsti
anægju minni yfir góðum skilningi þeirra á þessu máli
og sagði fundi slitið.