Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 101
IÐUNN
Ofdrykkja.
9&
heppnin hefði verið meiri, ef eg hef'ði or<5iS þeim sam-
ferða.
Mér komu þessi svör ekki á óvart. Eg var farinn að'
þekkja fólkið. Svona er hann, þessi ómentaði almúga-
maður, getur aldrei haldið sér mínútunni lengur við-
sama umtalsefni, ruglar úr einu í annað.
— Eg þykist skilja, að þú hafir lent í skipreika,.
sagði eg. Fóruð þið kannske ölvaðir á sjóinn?
— Ölvaðir? Nei, nei, það kom aldrei fyrir í því
skiprúmi.
— Þú hefir þá ekki verið ölvaður í það sinn?
— Eg ölvaður! Nei, eg held nú síður. Ekki var því
til að dreifa. En það má nú drekka fleira en áfengi.
— Hvað drakstu þá? spurði eg, dálítið annars hugar*
Eg botnaði ekkert í þessu lengur. Hvað var karlinn að>
rugla ?
— Hvað eg drakk? Skilurðu það ekki? Hvað drekk-
ur maður, sem er á kafi í sjó í fleiri mínútur? Ætli hann
súpi ekki það, sem grön nemur næst? Og ætli það sé
ekki sjórinn?
Það fór um mig einhver ónotakend. Var karlinn ekki
með öllum mjalla, eða var hann blátt áfram að gera
gys að mér?
Ur þessu fékk eg skorið á sama augnabliki, svo ekki
varð um vilst, því að tveir menn úr fylgdarliðinu ráku
UPP skellihlátur.
Hann var þá svona inn við beinið, karlþrjóturinn.
Mér rann í skap, og eg snéri mér að gamla manninum.
-— Eru þeir þá svona mannasiðirnir, sem þið jðkið
hér í Hólminum, þegar gesti ber að garði, sem ræða
vilja við ykkur um alvarleg siðbótamál? Það finst ykk-
ur bezt við eiga að fara þá með spott og spé? Það er
menning að tarna!