Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 102
“96 Ofdrykkja. IÐUNN
Gamli maðurinn leit á mig ósköp einlæglegur á svip-
inn og sagSi:
— Ekki tek eg þetta til mín. Þú varst acS tala um
ofdrykkju áfengis. Henni höfum við ekkert af að segja,
þessir menn hér. Við höfum setið undir ræðum þínum,
hlýtt á þig og sýnt þér fullkomna kurteisi, þó að erindi
þitt kæmi okkur ekkert við. Eg var að tala um sjóinn,
— ofdrykkju í sjó. Það er mál, sem snertir okkur. Það
er sú ofdrykkjan, sem hefir farið með heilsuna mína.
Það var sú ofdrykkja, sem gerði hana móður mína
sálugu ekkju, með 6 börn á bjargarlausu heimili. Og
þeir eru fleiri, hér í þorpinu, sem hafa átt um sárt að
binda vegna þeirrar ofdrykkju. — En þetta má eg kann-
ske ekki tala um? Það er kannske dónaskapur gagn-
vart gestum, að minnast á slíkt?
Mér þótti heldur en ekki rætast úr karli. Hann gat
þá komið fyrir sig orði, eftir alt saman. En mig sveið
undan hlátrinum, og mér fanst það ekki vera sam-
boðið virðingu minni, né heldur því erindi, sem eg
var að reka, að vera hafður að spotti.
— Þetta er ekki annað en útúrsnúningur, eða þið skilj-
ið ekki mælt mál. Ofdrykkja áfengis er siðleysi, — get-
ið þið ekki skilið það? — andstyggilegt siðleysi —
sjálfskaparvíti — ósamboðið siðuðum mönnum.
Gamli maðurinn tók aftur til máls:
— Siðleysi, segirðu. Það getur vel verið. Eg veit
ekkert um það. Eg þekki ekki ofdrykkju áfengis, hún
á ekki heima hér í Hólminum. Siðleysi? — Sjálfskapar-
víti? — Já, það má segja sem svo. En ekki druknar
sá í sjó, sem aldrei fer á flot. En hvers vegna fara menn
á flot? Ætli það sé ekki eitthvað, sem á eftir rekur?
Það er náttúrlega ekki siðleysi að drekka frá sér heils-
una eða lífið í sjó. Nei — gott að heyra það. Og þá