Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 107
IÐUNN
Ekki eru allir drengir dauðir.
101
Alberta-fylki, og enginn hafði neitt út á búskap hans
að setja. En þa'8 þótti fólkinu skrítið, a8 hann skyldi
ekki setjast þarna að til fulls, kvongast og sitja svo að
búi sínu eins og hver annar bóndi. En hann var nú ekki
á því. Á hverju hausti rauk hann í burtu, það var jafn-
víst og að hann kom aftur með vorinu, í marz eða
apríl.
Nú hafði hann tvo um fertugt og leit alls ekki út eins
og bóndi. Helzt skyldi maður ætla, eftir útliti hans að
dæma, að hann væri atvinnulaus mentamaður. Það var
hann líka á vissan hátt. Hann var víðlesinn og marg-
fróður; sérstaklega hafði hann plægt gegnum kynstrin
öll af bókum um fjárhags- og atvinnumál. Hann flakkaði
víða og var alt af að læra. Margt hafði hann séð og
miklu safnað í heilabúið þá tuttugu vetur, sem hann
hafði flakkað um Bandaríkin. Oftast hafði hann nátt-
stað í vélasal einhverrar verksmiðjunnar, en stundum
gisti hann hjá kunningjum sínum. Þeir voru ekki margir,
sem til jafns við hann þektu Bandaríkin út og inn. Á
kosningafundum í Alberta hafði hann gaman af að reka
pólitísk stórmenni á stampinn með sínum rólega hætti.
Sjálfur var hann með öllu laus við að vilja seilast til
metorða. Hann vildi bara vita, hvernig ástandið var í
heiminum. Oftast var hann peningalaus, og svo virtist,
sem hann gæti soltið dögum saman án þess að láta það
á sig fá.
Nú var hann, sem sagt, kominn til Milwaukee og ætl-
aði að heimsækja frú Peters. Hún var ekkja af þýzku
þjóðerni, og þau höfðu þekst í mörg ár. Gömlu frú
Peters þótti vænt um hann á þann hátt, sem öldruðum
barnlausum konum þykir stundum vænt um menn. Þess
konar sambönd, sem eru einhver hin fegurstu í þessum
heimi, geta þeir haft að háði og spotti, sem ekki hefir