Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 108
102
Ekki eru allir drengir dauðir.
IÐUNN
verið Iéð skynsemi eða smekkur til að skilja þau og
meta. Vilfred hafði aldrei verið gestur í matsöluhúsi
hennar í venjulegum skilningi þess orðs. Hann svaf á
gólfinu, þegar ekki var rúm annars staðar, mataðist í
eldhúsinu og gerði eitt eða annað viðvik til endurgjalds
fyrir næturgreiðann, áður en hann lagði land undir fót
á ný.
í fyrsta skifti er hann kom til frú Peters, hafði hann
verið í fylgd með írsk-emerískum manni, sem skrifaði
skáldsögur. Enginn vildi líta við bókum hans, en loks
tókst honum þó — Iöngu eftir að Vilfred hitti hann —
að koma út einni þeirra í San Francisko, á eigin kostnað.
En þá rann líka bókin út og náði á skömmum tíma
þeirri víðfrægð, sem hvergi þekkist annars staðar en í
Ameríku. Ef bók á að ná vinsældum, verður hún að
vera akkúrat svo léleg, að lesendunum finnist að þeir
sjálfir hefðu getað sett hana saman.
Eftir nokkra mánuði óð skáldið í peningum, gleymdi
óðara sfnum gömlu vinum, keypti sér höll og festi sér
konu. Eftir hæfilegan tíma fór að bóla á erfingja, og
nú voru góð ráð dýr. Hjónin afréðu, að barnið skyldi
verða strákur, heita Napoleon og vera fæddur á Korsíku.
Svo fóru þau til Korsíku. En unga frúin varð undir eins
leið á Korsíkubúum, og skáldið kunni ekki heldur við
sig á Korsíku. Strákurinn, sem annars reyndist telpa,
þegar til kom, kom því í heiminn í Kansas og hlaut
nafnið Ellinor.
Þetta skáld, sem annars er sögunni óviðkomandi,
hafði Vilfred Larsen rekist fyrst á í geymsluskúr, rétt
við gistihús frú Peters. Þá var skáldið alvarlega veikt,
og Vilfred hafði hjúkrað því eftir föngum, þangað til
frú Peters fann þá félaga og skaut skjólshúsi yfir báða,
Vilfred og sjúklinginn.