Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 109
IÍÐUNN Ekki eru allir drengir dauðir. 103
Frú Peters tók Vilfred opnum örmum, eins og jafnan
áður. Hún strauk hann bæði í bak og fyrir, kysti hann
á nefið, tók í hárið á honum og klemdi hann og kreisti.
£n rúm gat hún ekki lánað honum, hér var yfirfult af
gestum, guð veri lofaður, atvinnan gekk að óskum —
og haldi það svona áfram nokkur ár enn, þá skal verða
munað eftir þér í erfðaskránni minni.
Þau sátu lengi saman í eldhúsinu og röbbuðu. Vilfred
fékk hina nákvæmustu skýrslu um persónulegan hag og
siðferðisástand allra gestanna. Ekkert fór fram hjá frú
Peters, og hún var mjög hispurslaus í athugasemdum
sínum. — En nú skaltu fara að hátta, blessunin, sagði
hún og teymdi hann á eftir sér — þú færð baðherbergið
alveg út af fyrir þig, en mundu mig um það að vera
•ekki með neinn hávaða, því að bak við dyrnar hérna
búa ung hjón, sem ætla að hittast í kvöld eftir sex mán-
aða aðskilnað, heyrirðu það. Hún er þegar komin, og
hann kemur með næturlestinni.
Eftir að frú Peters hafði vísað Vilfred til hvílu, fór
hún, og brátt svaf hann svefni hinna réttlátu á gamla
gólfteppinu í baðklefanum.
Um nóttina vaknaði hann við það, að tekið var í
•hurðarhúninn milli baðklefans og hjónaherbergisins. -—
Upptekið, kallaði Vilfred.
Svo hófst langt hljóðskraf við dyrnar og síðan einnig
•við hinar dyrnar, sem vissu út að ganginum. Það var
einhver, sem vildi endilega komast inn í baðklefann. •—
Mei, eg sef hérna, kallaði Vilfred aftur og var orðinn
dálítið ergilegur.
Hann heyrði þrusk og umgang í hjónaherberginu og
•eins á ganginum. Þannig leið góð stund, en svo sofnaði
liann út frá því.