Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 110
104
Ekki eru allir drengir dauðir.
IÐUNN
Morguninn eftir skálmaði Vilfred Larsen út úr bæn-
um með beztu samvizku, alls óvitandi um, að þessa
nótt hafði hann snúið sveif örlaganna og var sama sem
orðinn faðir.
í þrjú ár gerði Vilfred Larsen ekki vart við sig f
Milwaukee. Bandaríkin eru víðlend, og Vilfred hafðr
mörgu að sinna. Það var eitthvert uppistand suð-
ur við Iandamæri Mexiko, sem hann þurfti að kynna sér,
og síðan varð hann að athuga með eigin augum bófa-
faraldurinn í Chicago. Einn veturinn fékk hann gigt í
bakið og varð að fara suður á Florídaskaga sér til heilsu-
bótar. Þar lá hann í fjörusandinum og sleikti sólskin,
þangað til svanirnir flugu norður á bóginn. Þá lagði
hann líka af stað, en ekkert þeirra ökutækja, sem hann
notaði á leiðinni, kom við í Milwaukee, og að öðru
leyti datt honum ekki í hug, að hann ætti þangað sér-
stakt erindi.
En rigningardag einn í nóvember er hann alt í einu
staddur í eldhúsinu hennar frú Peters, er strokinn bæðr
hátt og lágt, klemdur og kreistur, kystur á nefbrodd-
inn og fóðraður á þeim beztu pönnukökum, sem húsið
framleiðir. Frú Peters veltir yfir hann heilli aurskriðu
af masi, sem endar að lokum í voveiflegu gauli. Vilfred
spratt upp frá borðinu, hann hélt að kerlingin hefðí
brent sig, en þá stóð hún bara frammi fyrir honum með
hendurnar á mjöðmunum og hló, svo að undir tók í hús-
inu. Gaulið hafði verið endurminningagaul. — Verk-
fræðingurinn! hikstaði hún og gólaði ver en nokkru
sinni fyr.
Vilfred horfði á hana með samúð og hélt áfram að