Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 115
IÐUNN
Stórveldafriður.
109
Það var þessi friður, sem stórveldin trygðu á árun-
um 1931—32, þegar Japan hóf landvinningastyrjöld
sína gegn Kína. Það var til að tryggja þenna sama frið,
að Mussolini fékk í ró og næði að hertaka Abyssiníu.
Og enn var friðurinn trygður með hlutleysissáttmála
gagnvart uppreistinni á Spáni.
í báðum hinum síðastnefndu deilum er það sama
spurningin, sem krefst svars: Hvað er ríki? Hvað er
xíkisstjórn? Hvenær hættir ríki að vera ríki og stjórn
stjórn?
Signor Mussolini heldur því fram, að hersveitir hans
hafi lagt undir sig Abyssiníu, og Viktor Emanuel er
sæmdur keisaratign yfir landinu. En ítalir ráða ekki yfir
nema helmingi landsins eða tæplega það. Gerir engan
mismun, segir signor Mussolini. Ríki án stjórnar er ekk-
ert ríki. Abyssiníukeisari er flúinn, og stjórnin í Gore,
er engin stjórn.
Sagan segir nú reyndar nokkuð annað. Meðan á heims-
styrjöldinni stóð, sat t. d. belgiska stjórnin í Havre, og
Þjóðverjar höfðu hernumið svo að segja alla Belgíu.
Samt dirfðist enginn, ekki einu sinni Þjóðverjar, að halda
því fram, að ríkið Belgía væri þurkað út af Evrópu-
kortinu og að Vilhjálmur II væri keisari yfir Belgíu.
Á árunum 1914—15 var Serbía yfirunnið land, her
þess hrakinn á flótta, þjóðin brytjuð niður með vopn-
um, svívirt og kúguð. Samt sem áður datt engum í hug
að lýsa því yfir frammi fyrir heiminum, að Serbía væri
þurkuð út sem ríki.
Það, sem var óhugsanlegt á stríðsárunum 1914—18,
á meðan ekkert Þjóðabandalag var til, það hefir nú
verið innleitt, undir verndarvæng þessa sama Þjóða-
bandalags, sem hefir að höfuðmarkmiði að afstýra ófriði
og ofbeldi, en setja málamiðlun og gerðardóma í þess