Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 117
IÐUNN
Stórveldafriður.
111
abyssinsku fulltrúana til sætis í helgidóminum. Þjóða-
bandalags-hugsjónin hafði þarna unnið verulegan sigur,.
eins og franska blaðið „Journal des Nations“ komst að
orði. En þegar ályktun fulltrúanefndarinnar leit ljós dags-
ins, var mesti ljóminn horfinn af sigrinum. Hún hljóðaði
ekki á þá leið, að Þjóðabandalagið, sem „hefir skuld-
bundið sig til að virða og vernda gegn hvers kyns utan.
að komandi árásum landamæralega friðhelgi og pólitískt
sjálfstæði hvers meðlims síns“, gæti með engu móti við-
urkent eða þolað, að eitt bandalagsríkið gleypti annað
í sig, en af þessu leiddi að sjálfsögðu réttur abyssinsku.
fulltrúanna til að taka sæti í ráðinu til jafns við hinar
þjóðirnar. Nei, fulltrúanefndin hafði þess í stað leitað
uppi grein í sáttmálanum, sem fjallar um vafatilfelli..
Með því að styðjast við þessa grein létu stórveldin það
eftir smáþjóðunum að sleppa abyssinsku fulltrúunum.
inn, og jafnframt friðuðu þau Mussolini með því að gefa
í skyn, að þessi augnabliksvafi skyldi vissulega verða úr
sögunni næst. Til þess enn frekar að undirstrika sátt-
fýsi sfna við Mussolini lét Bretland skömmu síðar ræðis-
mann sinn fylgja stjórninni í Gore til Uganda. Svo var
þá þessi abyssinska stjórn úr sögunni, og abyssinska.
ríkið endanlega lagt sem brennifórn á altari stórvelda-
friðarins.
Þessi málalok voru ekkert annað en viðurkenning
Þjóðabandalagsins á árásarréttinum. Það, sem vafi léL
á, var alls ekki réttur Ítalíu til að gleypa Abyssiníu,
heldur fullyrðingar Mussolinis um, að Abyssinía væri
þegar gleypt að fullu. Ef þær fullyrðingar hefðu ekki
orkað tvímælis, hefði um enga vafninga eða hik verið
að ræða. Þá hefði þ essi meðlimur Þjóðabandalagsins*.
Abyssinía, tafarlaust verið strikaður út af meðlima-
skránni. Nú var útstrikuninni frestað um eitt ár, ekki