Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 118
112
Stórveldafriður.
IÐUNN
af neinni hæversku gagnvart Abyssiníu, heldur til þess
aS friða smáríkin, sem ganga enn metS þá barnalegu
firru, að Þjóðabandalagið eigi að vera vörður réttarins
í alþjóðaviðskiftum.
Og svo er þá stofnuð ein nýlenda í viðbót eftir beztu
fyrirmyndum stórveldastefnunnar. Og það sem meira er:
þetta er fyrsta nýlenduránið, sem Þjóðabandalagið legg-
ur blessun sína yfir. Enn ein sjálfstæð þjóð, með borg-
um sínum og atvinnuvegum, löggjöf og erfðavenjum,
skal nú beygja sig undir ok stórveldis og frá þessum
degi þræla fyrir aðra þjóð, sem kúgar hana til þess með
vopnavaldi. Abyssiníukeisari gat engin Ián fengið til þess
að kaupa sér varnartæki eða til þess að koma á nauð-
synlegum endurbótum í landi sínu og færa atvinnulífið
til nýtízku horfs. Mussolini fær lán — til hagsmuna fyrir
sjálfan sig og það auðmagn, sem abyssinska þjóðin á
að svara yfirdrottnurum sínum vöxtum af. Enn ein þjóð
hefir verið dæmd til þess að kosta sína eigin undirokun
með sköttum til kúgaranna og striti í þeirra þágu. Og
enn er sköpuð ný uppspretta óánægju, uppreistar, mann-
drápa og styrjalda.
Þjóðabandalagið hefir sjálft opnað dyrnar í hálfa gátt
og boðið inn árásarmanninum til þess að ráðast á lítil-
magnann og troða hann niður í duftið. —
Með atburðunum á Spáni stóðu stórveldin augliti til
auglitis við nýtt úrlausnarefni. Það var ekki stríð milli
tveggja ríkja. Það var uppreist gegn löglegri ríkisstjórn,
skipaðri eftir fullum lýðræðisreglum. Spurningin var,
hverja afstöðu önnur ríki ættu að taka til slíkra atburða.
Stórveldin, þ. e. lýðræðisveldin, réðu ráðum sínum og
völdu — hlutleysið.
Að vísu er, samkvæmt alþjóðalögum, ekkert til, sem
heitir hlutleysi, þegar um slíka uppreist er að ræða.