Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 125
IÐUNN
Hlutleysið.
119
aradæmið Manchukuo var komið á laggirnar, datt Vest-
urveldunum auðvitað ekki í hug að viðurkenna þa'ð,
hvorki að lögum né í reynd.
Neitunin á viðurkenningu var þó vitanlega a'ð eins
„að lögum“. í reyndinni voru þau neydd til a'ð viður-
kenna það. Til þess að fá markaði fyrir fjármagn sitt
•og framleiðslu í þessu víðlenda „ríki“, sem röðin var nú
komin að fyrir auðvaldið að arðnýta — eða veita hlut-
•deild í siðmenningunni, eins og það líka er orðað —
urðu stórveldin náttúrlega að semja við Japan, sem hafði
hernumið landið, en ekki við Kína, sem hafði tapað því,
og ekki heldur við hinn „óháða" keisara, sem nú „stjórn-
■aði“ því.
Næsta skifti, sem Þjóðabandalagið stóð augliti til
•auglitis við opinn ófrið, var í Abyssiníu. Þá var það
xáð upp tekið, að ýmist var beitt hlutleysi til hagsbóta
fyrir árásarþjóðina eða íhlutup til hagsbóta fyrir Bret-
Jand. Hvorri aðferðinni um sig var beitt eftir fullkomn-
■ustu forskriftum yfirdrottnunarstefnunnar, sumpart án
samvjnnu við jÞjóðabandalagið, sumpart í samvinnu
við það.
Það byrjaði á Streza-fundinum með samningi milli
þriggja stórvelda, sem gekk út á skilyrðisbundið hlut-
leysi. Með samningi þessum, þar sem tveir meðlimir
Þjóðabandalagsins semja við þann þriðja um, að honum
heimilist óhindrað — með vissum skilyrðum — að ráðast
•á þann fjórða, var sáttmáli Þjóðabandalagsins þegar
þverbrotinn. Til þess að tryggja sér, að skilyrðin yrðu
haldin, lét Bretland flota sinn sigla inn í Miðjarðarhafið.
Þetta var einkaráðstöfun stórveldisins brezka, óviðkom-
andi bandalaginu — eins konar „privat“ ógnun brezka
Ijónsins.
Þegar Mussolini lét ekki skipast að heldur og hafði