Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 127
IÐUNN
Hlutleysið.
121
á sinni svanhvítu snekkju, borinn af voldugri bylgju.
vandlætingar og hneykslunar, og var heilsa'ð mec5 fögn-
uði og eftirvæntingu fjöldans. Hann var riddarinn hug-
rakki, sem nú dró sverð sitt til varnar Þjóðabandalag-
inu, sáttmálanum, örygginu og hinni marghreldu Abyss-
iníu.
Vér vitum, hvernig fór um stríðið það. Það endaði
með háðulegum ósigri alls þess, er Mr. Eden ætlaði að
bjarga. Refsiaðgerðirnar lyppuðust niður af sjálfu sér,.
eins og poki, sem ekkert hefir verið látið í. Abyssinía
var þurkuð út af kortinu og ofurseld dauðafriðun hins
ítalska stórveldis eins og hver önnur nýlenda. Reiði-
storm vandlætingarinnar lægði, og Mr. Eden sigldi í
rjómalogni heim til eylands síns. Hoare var endurreistur
og fékk nýtt ráðherraembætti, og æru Lavals var borgið.
í rauninni var alt harla gott. Það var bara einn mað-
ur, sem leið ekki sem bezt. Hann sat suður í Genf og
horfði löngunarfullum augum í áttina til landsins með
hinum fagurbláa himni og enn íagurblárra hafi — lands-
ms, þar sem sítrónan glóir og lárviðurinn vex. Þessi
maður var Avenol, aðalritari Þjóðabandalagsins. Og úr
því að fjallið vildi ekki koma til Múhameðs, varð iVIú—
hameð að koma til fjallsins. Avenol lagði því sjálfur af
stað. Hann þráði svo óumræðilega að fá að vita, með
hvaða skilmálum signor Mussolini myndi nú fáanlegur
til að líta aftur í náð til Þjóðabandalagsins, eftir að vera
nú búinn að gera sér gott af einum sauðnum úr hjörð-
inni, Abyssiníu, hverrar verndari herra aðalritari Avenol
samkvæmt stöðu sinni var.
Andspænis þessari grimmu árás einnar bandalagsþjóð-
nr á aðra hafði Þjóðabandalagið sett nýtt met í um-
burðarlyndi gagnvart ójöfnuði og ofbeldi. Metið var