Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 129
IÐUNN
Hlutleysið.
123
liernaðarlegar aðgerðir gegn þeirri stjórn, er þeir áttu
í höggi við.
Hlutleysi stórveldanna í Spánar-styrjöldinni braut
þannig þegar í upphafi samkvæmt innihaldi sínu í bág
við fyrra atriði þessa fordæmis og innan stundar við
síðara atriðið líka. Brot fasistaríkjanna á þjóðaréttin-
um voru þó enn fyr úti. Þau hófust ekki einungis áður
en hlutleysissamningurinn kom til sögunnar, heldur áð-
ur en uppreistin brauzt út. Þegar hinn 15. júlí, þrem
dögum áður en uppreistin hófst, höfðu að minsta kosti
þrír ítalskir herflugmenn fengið sínar fyrirskipanir.
Vegna þess að þeir urðu að nauðlenda á frönsku land-
svæði í Norður-Afríku, en þá voru þeir á leið til spánska
Marokkó, komust skjöl þeirra í hendur franskra yfirvalda.
Fyrst í stað litu allir á ófriðinn á Spáni sem borgara-
styrjöld. Og þar sem engin fyrirmæli finnast í sáttmála
Þjóðabandalagsins um það, hvernig ríkjunum beri að
snúast við borgarastyrjöld, varð ekki sagt, að hlutleys-
issamningurinn riði beinlínis í bág við bókstaf sáttmál-
ans. En er það vitnaðist, þegar í ágústmánúði, að ítalir
sendu mannaðar hernaðarflugvélar til Spánar, tóku Mall-
orca og bjuggu þar út flugstöðvar, sneri spánski utan-
fíkisráðherrann, del Vayo, sér til hinnar háu samkundu í
Oenf. í kæru sinni lagði hann áherzlu á, hver hætta heims-
friðinum væri búin, ef það yrði þolað, að eitt ríki skipu-
legði og kæmi af stað uppreist í öðru ríki og veitti síð-
an þessari uppreist hernaðarlegan stuðning, án þess að
taka ábyrgð á slíkum verknaði með stríðsyfirlýsingu
eða á annan hátt. Hin háa samkunda krafðist sannana.
Þær lágu þegar fyrir hjá hlutleysisnefndinni í London.
Del Vayo talaði einnig um þær þúsundir spánskra borg-
ara, er höfðu látið lífið sem fórnarlömb hins fasistiska