Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 130
124
Hlutleysið.
IÐUNN
flughers og fyrir þeim vopnum, sem flutt höfðu verið
inn í Spán með ólöglegum hætti. Alt árangurslaust.
Þegar hér var komið, var það orðið augljóst hverjit
barni, að hlutleysið undir þessum aðstæðum var ský-
laust brot á sáttmála Þjóðabandalagsins. Hernaðarlega
árás á einn meðlima sinna hefir bandalagið ekki leyfi
til að láta afskiftalausa. En hin háa samkunda lét ekki
þess háttar smámuni raska ró sinni.
í desemberbyrjun hafði Mussolini flutt til Spánar þann.
liðsstyrk og hergagnabirgðir, er hann taldi að myndi.
nægja til að tryggja sigur Francos. Þann 11. des. heimt-
aði del Vayo Þjóðabandalagsráðið kallað saman. Nú.
vofði eyðileggingin yfir Madrid. Var nú fleiri sannana
þörf? Voru það ekki þýzkir og ítalskir flugmenn, sem.
með þýzkum og ítölskum bombum settu eld á höfuð-
borgina og drápu konur og börn í hrönnum ? Gengu ekki
fasistarnir undir nafninu hvítu Marokkómennirnir meðal
inhfæddra hermanna Francos? Yrði hinni svonefndu
friðarpólitík haldið áfram, sagði del Vayo, þá yrði brátt
öll Evrópa „friðuð“ með þeim hætti, að öll vandamál
yrðu leyst af fasistunum og með aðferðum þeirra. En
ráðið daufheyrðist við öllum aðvörunum del Vayo’s.
Þann 22. des. tók hlutleysisnefndin til umræðu spurn-
inguna um, hvort unt væri að stöðva aðstreymi svo-
nefndra sjálfboðaliða til Spánar. Með nafninu sjálf-
boðaliðar var sennilega einnig átt við hinar ítölsku her-
deildir, sem allir vissu að sendar höfðu verið til Spánar,
sumar undir því yfirskyni, að þær ættu að fara til Abyss-
iníu, svo að margir hermannanna vissu ekki annað en
að þangað væri förinni heitið. Það var fyrir fram vitað,
að jafnvel þótt það tækist að stöðva þessa herflutninga,
hlaut það í öllu falli að verða uppreistinni í hag, þar
sem um þetta leyti voru hinar fasistisku, útlendu sveitir