Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 132
126
Hlutleysið.
IÐUNN
hermönnum frá ýmsum þjóðum var falin gæzlan á landa-
mærum Frakklands og Spánar. Sovét-Rússland og Portu-
gal óskuðu að vera laus og fengu það. Einræðisríkjun-
um tveim, Ítalíu og Þýzkalandi, sem hvað eftir annað
höfðu sýnt í verki fyrirlitningu sína á öllu, sem nefnist
samningar eða skuldbindingar, með því að brjóta lof-
orð sín á sama augnabliki og þau voru undirskrifuð —
þessum hágöfugu herrum og bandamönnum var nú falið
eftirlitið með framkvæmd herflutningabannsins við þær
sömu strendur, þar sem herskip þeirra og flugvélar nokkr-
um vikum áður höfðu getið sér beztan orðstír, með því
meðal annars að skjóta í rústir og hertaka Malaga.
En nú verða þáttaskifti í styrjöldinni — ósigurinn við'
Guadalajara. Stjórnarherinn tekur upp ákafa sókn, sem
endar með ofboðsflótta andstæðinganna. MikiII fjöldi
fanga er tekinn, foringjar og óbreyttir hermenn, allir
ítalskir. Sannanirnar fyrir þátttöku ítala í styrjöldinnl
hrúguðust nú upp. Mr Eden hafði raunar heilt safn af
þeim fyrir: skýrslur frá sendinefndum, fréttariturum
blaða, prófessorum, brezkum og frönskum þingmönnum,
sem verið höfðu á ferðalagi um Spán. Blaðamenn höfðu
lagt fram ljósmyndir af þýzkum Junker-flugvélum, tekn-
um á Spáni, brezki lávarðurinn Hastings hafði í fórum
sínum afrit af skjölum, er fundist höfðu á föllnum flug-
mönnum útlendum. Lagðar höfðu verið fram sprengjur,
sem ekki sprungu, en sögðu greinilega til um uppruna
sinn, sömuleiðis nafnaplötur af flugvélum, ítalskar fall-
hlífar og margt og margt. En eftir ósigurinn við Guadala-
jara koma fram nýjar og óyggjandi sannanir í tugatali.
Nú kemur meðal annars upp úr kafinu samfagnaðarskeyti
ítalska yfirhershöfðingjans Mancioni til hinna ítölsku her-
sveita, er tekið höfðu Malaga, og ótal önnur skrifleg gögn.